Í byrjun þessa árs bárust foreldrum trans barna tölvupóstur frá Barna- og unglingageðdeild Landspítala um að teymi sem hélt utan um þjónustu fyrir trans börn og unglinga hefði verið lagt niður. Slíkar fregnir ollu vitaskuld miklum kvíða og óvissu meðal foreldra og barna þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Mikið af þeim börnum sem eru nú í þjónustu á viðkvæmu stigi í sínum þroska og kynþroski að bresta á, sem veldur mikilli angist og vanlíðan.

Augljóst er að yfirvöld verða að bregðast tafarlaust við þessum vanda og sjá til þess að fjármagn og mannafli sé til staðar til að sinna þessari þjónustu, enda kveða ný lög um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019 skýrt um að forstjóra Landspítala beri að skipa fólk í slíkt teymi, til þess að sjá til þess að þessi þjónusta sé til staðar.

Mikilvægt er að tryggja velferð trans barna og unglinga hér á landi, enda sýna nýjustu rannsóknir fram á að tíðni sjálfsvíga, sjálfskaða og vanlíðan minnkar til muna þegar börn hafa aðgengi að þjónustu og stuðning foreldra og fagaðila til að vera þau sjálf og takast á við lífið. Nýjustu rannsóknir sýna fram á að kynvitund trans barna er jafn sterk og annara barna og hafa þjónustuaðilar víðsvegar um heim sem styðjast við fremstu verklagsreglur aukið lífsgæði þessa hóps til muna. Sömuleiðis hefur sú þjónusta sem hefur verið veitt hér skilað miklu og er mikilvægt að henni verði haldið áfram og byggð verði upp nægileg sérþekking á þessu sviði hérlendis. Velferð trans barna og unglinga á Íslandi er því í húfi og er mikilvægt að stjórnvöld bregðist við.

Það er mikilvægt að tryggja þarf velferð trans barna og unglinga á Íslandi til þess að koma í veg fyrir að óvissa í þessum málaflokki valdi börnum og unglingum á Íslandi ekki frekari skaða og vanlíðan.

Við skorum á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, Ölmu Dagbjörtu Möller landlækni og Pál Matthíasson forstjóra Landspítala að bregðast tafarlaust við og að farið verði eftir lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019 með afgerandi hætti og með eftirfarandi aðgerðum:

  • Tryggja þarf viðeigandi fjármagn sé lagt til málaflokksins til að koma í veg fyrir að þjónustan falli niður vegna skorts á mannafla
  • Tryggja þarf að þjónustan sé byggð á fremstu fagþekkingu á þessu sviði og skipaðar séu skýrar verklagsreglur og verkferlar um þjónustuna og að slíkt sé í samræmi við fremstu staðla heims
  • Tryggja þarf að starfsfólk sæki sér sérþekkingu á þessu sviði á erlendum vettvangi og í samstarfi við hagsmunafélög hérlendis
  • Tryggja þarf að samskipti séu á milli fagaðila í þessum málaflokki sem og öðrum málaflokkum

Earlier this year the team at the national hospital announced that there will no longer be a specific team at their unit due to lack of funding and staff that handle these services. Despite there still being basic services provided, it is incredibly concerning and alarming for trans kids and their families that the services are being reduced. This is in direct contradiction with the new Gender Identity and Sex Characteristics Law passed in July 2019 and is not acceptable.

The National Queer Organisation, Trans Iceland and Trans Friends have created a petition to Svandís Svavarsdóttir the Minister of Health, Alma Dagbjört Möller the Dictorate of Health and Páll Matthíasson the chief executive of the National Hospital, to encourge them to take immediate action and ensure the rights of trans kids and teenagers are protected.

Áskorun til stjórnvalda

  • Aðeins notuð til að athuga undirskrift, er hvergi sjáanleg og verður eytt um leið og undirskriftasöfnun lýkur / Is only used to prove the signature, is not visible and will be deleted after the campaign
  • Skráðu tölvupóstfang þitt til að fá upplýsingar um stöðu undirskriftasöfnunarinnar / If you want to get news about the campaign, please sign up your e-mail
  • Komdu þínum skilaboðum á framfæri, ef þú vilt / If you want to leave a message to authorities please write it here