Hinsegin félagsmiðstöð S78 og Tjarnarinnar hefur verið starfrækt frá haustinu 2016 og tók við af Ungliðahreyfingu S78. Tilkoma félagsmiðstöðvarinnar markar upphaf samstarfs frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar og S78 sem hófst sem lítið tilraunaverkefni en er nú orðin ein af fjölmörgum félagsmiðstöðvum borgarinnar.