Samtökin ’78 eru hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi.  Markmið félagsins er að lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir, asexual, pankynhneigðir, intersex fólk, trans fólk og annað hinsegin fólk verði sýnilegt og viðurkennt og njóti fyllstu réttinda í íslensku samfélagi.

Samtökin bjóða upp á fræðslu fyrir skólahópa, fagfólk, fyrirtæki og stofnanir sem sniðnar eru að þörfum hvers og eins hóps.

Sex fagmenntaðir ráðgjafar starf hjá samtökunum sem veita ráðgjöf til einstaklinga og eða aðstandenda þeirra um hvaðeina er viðkemur hinsegin tilveru. Einnig er lögfræðingur starfandi innan Samtakanna ’78. Ráðgjöfin er ókeypis. Hægt er að panta tíma með því að senda póst á skrifstofa@gamli.samtokin78.is.

Samtökin´78 reka menningar- og þjónustumiðstöð á Suðurgötu 3 í Reykjavík.

Vita meira? Hafðu samband við Samtökin ’78 ef þú vilt vita meira með því að senda tölvupóst á  netfangið skrifstofa@gamli.samtokin78.is