Regnbogavinir Samtakanna ’78 eru þau sem styrkja Samtökin mánaðarlega með fjárframlagi. Regnbogavinir eru Samtökunum verðmætir þar sem fjárframlög frá þeim nýtast í að styrkja grunnstarfsemi Samtakanna, svo sem stuðningshópa, ráðgjöf, fræðslu og einnig einstök verkefni. Þú getur greitt með greiðslukorti eða fengið greiðsluseðil sendan í heimabanka. Greiðslusíðan er keyrð af Salescloud.