Það er oft sagt að fordómar byggi á fáfræði. Þekking á hinsegin málum er grundvöllur í okkar mannréttindabaráttu og því er fræðsla er einn af hornsteinum Samtakanna ’78. Hún hefur langa sögu en í dag skiptist hún fyrst og fremst í þrennt:

  1. Fræðsla til fagstétta
  2. Jafningjafræðsla
  3. Almenn fræðsla

Hægt er að panta fræðslu til fagstétta og jafningjafræðslu hér.
Almenn fræðsla fer fram hér á heimasíðunni, á samfélagsmiðlum og á opnum viðburðum sem eru auglýstir sérstaklega.

 

Jafningjafræðsla

Hinsegin fræðarar Samtakanna ’78, áður nefndir jafningjafræðararnir, er hópur af þjálfuðum sjálfboðaliðum á aldrinum 16-30 ára. Þau heimsækja grunnskóla, framhaldsskóla, félagsmiðstöðvar og aðra sem vilja fá fræðslu frá ungu hinsegin fólki.

Hvernig fer fræðslan fram?

Hinsegin fræðslan er um fjölbreytileika kyns, kynhneigða og kyneinkenna. Farið er yfir helstu hugtökin sem tengjast hinsegin heiminum, fjallað um hvernig er hægt að styðja við hinsegin fólkið í kringum okkur og skapa samfélag þar sem er pláss fyrir alla, og svo er fjallað um staðalmyndir. Í lokin er boðið upp á hinar sívinsælu nafnlausu spurningar. Taka skal fram að ekki er um kynfræðslu að ræða.

Lengd: 60-80 mínútur.

Fyrir hvern: Unglinga og annað ungt fólk, svo sem í unglingadeildum grunnskóla, framhaldsskólum og félagsmiðstöðvum. Annað eftir samkomulagi.

 

Fræðsla til fagstétta

Fræðslustýra Samtakanna ’78 veitir fræðslu til fagstétta, svo sem kennara, heilbrigðisstarfsfólks, og annarra. Fræðslan fjallar um helstu hugtök er tengjast hinsegin heiminum og hvernig er hægt að styðja við skjólstæðinga fagstéttana.

Lengd: 60-120 mínútur.

Fyrir hverja: Starfsfólk grunnskóla, leikskóla, framhaldsskóla, starfsfólk í heilbrigðisþjónustu, starfsfólk félagsmiðstöðva, alla sem vinna með fólki

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við fræðslustýru Samtakanna 78: fraedsla@gamli.samtokin78.is

 

Almenn fræðsla

Hér á heimasíðunni má nálgast ýmsar upplýsingar um hinsegin heiminn og hvað það er að vera hinsegin. Einnig má fylgjast með instagram síðunni okkar: @hinseginfraedsla

Einnig erum við með rás á youtube þar sem má nálgast allskonar myndbönd

Svo deilum við reglulega áhugaverðum myndböndum og greinum á facebook síðunni okkar.