10. Stjórnarfundur

Fundargerð

10. fundur stjórnar
Starfsárið 2019-2020

31. október 2019

Mætt: Þorbjörg, Rúnar, Daníel, Heiðrún, Bjarndís, Edda, Rósanna, Unnsteinn, Sigurður Júlíus
Ritari: Bjarndís Helga Tómasdóttir
Fundur settur: 17:05

  1. Samþykkt síðustu fundargerðar
    Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
  2. Félagsfundur
    Farið yfir dagskrááætlun. Rætt hvernig boða á til félagsfundar svo lögin séu uppfyllt.
  3. ILGA Europe
    Þorbjörg, Daníel og Marion voru á ILGA.
    Farið yfir það sem upp úr stóð. Mikil gróska í Bi+ starfi út um allt sem er mikill innblástur fyrir stjórn Samtakanna 78 að efla starf Bi+ fólks á Íslandi.
    Uppgangur hægri öfgaafla í Evrópu sem ógnar tilveru hinsegin fólks. Gerð var könnun í fyrra og endurtekið nú í ár sem sýna að hinsegin fólk á meira og meira undir högg að sækja.
    Lögð voru drög að norðurlandasamtarfi, í samstarfi næst besti árangurinn.

Daníel hlaut kosningu sem varamaður stjórnar ILGA Europe.

Lagt til að stjórn hittist þar sem ILGA þríeykið deilir betur því sem þau lærðu á ráðstefnunni. Sú tillaga var samþykkt og stefnt á eins konar jólafundi stjórnar.

  1. Skráning á hatursglæpum
    Daníel minnir stjórn á að fara yfir tilkynningaform svo hægt sé að koma því í notkun.
  2. Umsagnir um lagafrumvörp
    Þorbjörg segir frá umsagnarbeiðnum sem borist hafa samtökunum.
  3. Viðburðir – hugmyndir (HIV, heimilisofbeldi)
    Komið hafa hugmyndir að viðburðum.
    HIV og prepp. Unnsteinn og Einar Þór hafa verið að vinna að svipuðum viðburði. Hugmynd að vinna að þessum viðburði á næstu önn.
    Hjúkrunarfræðingar sem hafa nýlega hafið störf á A3 vilja gjarnan halda opin fræðslufund um
    Svandís Anna hafði samband og hefur verið að vinna að verkefnu um heimilisofbeldi og vill gjarnan fá að kynna sínar niðurstöður.
    Unnsteinn stingur upp á að samþætta þessa viðburði næsta aðalfundi og er tekið vel í það.
  4. Viðburðir framundan – staðan
    Bingó (8. desember)- Heiðrún fer yfir stöðu á bingó-málum. Óskar eftir hugmyndum að fyrirtækum til að tala við. Unnsteinn í bingónefnd. Stjórn hvött til að deila FB viðburði.
    Félagsfundur – Sjá lið 2.
    Bleikþvottur – Unnsteinn ræðir stöðuna. Verið er að skoða hvernig best væri að standa að þessu. Í ljósi anna er ákveðið að geyma viðburðinn fram á næstu önn, mögulega á aðalfundi.
    Jólaglögg stjórnar og trúnaðarráðs – farið yfir ILGA málefni og jólaglaðst
  5. nóvember – Minningardagur Intersex fólks. Rætt hvernig Samtökin geta sýnt samstöðu.
  6. desember – HIV dagurinn. Mikilvægi þess dags rætt og hnykkt á því að undirbúa viðamikinn viðburð á aðalfundi.
    Aðalfundur – Dagsetning rædd. Tillaga að 7.-8. mars.
  7. Aðild að NELFA
    Stjórn samþykkir inngöngu í NELFA- Regnbogafjölskyldusamtök Evrópu. Félagsgjöld eru 100 evrur á ári.
    Þorbjörg hafi samband við félag hinsegin foreldra og athugar hvort þau hafa áhuga á að koma að vinnu og samstarfi við NELFA.
  8. Viðbrögð við samfélagsumræðu
    Stjórn ræddi möguleg viðbrögð við umræðu um Samtökin ‘78.
  9. Kjörnefnd
    Stjórn hefur leitast eftir framboðum til kjörnefndar og telur að komin séu góð framboð.
  10. Önnur mál
    Rætt um að bjóða sjálfboðaliðum í partý í framhaldi af jólaglögg eða hafa viðburð strax í janúar. Ræða frekar á næsta stjórnarfundi.
    Úthringikvöld vegna Regnbogavina 26. nóvember.
    Á fundi stjórnar og trúnaðarráðs voru rædd kjörorð Samtakanna 78. Rætt hvernig nýta má þá vinnu.