Sýningin ,,Út fyrir sviga“

Nú stendur yfir myndlistar- og sögusýningin Út fyrir sviga: Myndlist og Samtökin ’78 á Reykjavíkurtorgi Grófarhúss, Tryggvagötu 15, 1. hæð. Sýningin er samvinnuverkefni Borgarskjalasafns Reykjavíkur og Yndu Gestsson.

Sýningin stendur fram yfir Hinsegin daga í ár eða til 18. ágúst næstkomandi. Hún er opin alla daga á opnunartíma Grófarhúss.
Mánudaga – fimmtudaga 10:00 – 19:00.
Föstudaga 11:00 – 18:00.
Laugardaga og sunnudaga 13:00 – 17:00.
Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.

Á Íslandi hefur menningarlegur ósýnileiki staðið í vegi fyrir því að hinsegin myndlistarfólk hafi náð flugi í myndlistarumræðunni; hvað þá þegar kemur að því að listafólkið fjalli um og takast á við sögu sína og mannréttindabaráttu með aðferðir myndlistarinnar að vopni. Á sýningunni gefst tækifæri til að kynnast þessari mikilvægu sögu, viðfangsefnum listafólksins og hugmyndum þeirra um sig og listina.

Nánari upplýsingar má finna hér.

Þessi vefsíða notar vefkökur til að bæta notendaupplifun. Skoða skilmála.Loka