7. Stjórnarfundur

Fundargerð
7. fundur stjórnar
Starfsárið 2018-2019
24. ágúst 2018

Fundur haldinn að Suðurgötu 3
Fundargerð ritar Þorbjörg Þorvaldsdóttir

Mætt: María Helga Guðmundsdóttir (formaður), Þorbjörg Þorvaldsdóttir (ritari), Marion Lerner (meðstjórnandi), Sigurður Júlíus Guðmundsson (varaformaður), Daníel E. Arnarson (framkvæmdastjóri), Sólveig Rós (fræðslustýra), Heiðrún Fivelstad (skrifstofa).

Fundur settur: 15:42

1. Fundargerð 6. fundar samþykkt
María Helga las fundargerð 6. fundar fyrir stjórn og var hún samþykkt með nokkrum orðalagsbreytingum.

Unnsteinn (alþjóðafulltrúi) kemur á fund 15:54

2. Skipan bingóstjóra
Rætt um það hvernig hægt er að gera þessa skipulagningu skemmtilegri og einfaldari fyrir sjálfboðaliða. Samþykkt að starfsfólk skrifstofu haldi utan um skipulagningu og fái með sér sjálfboðaliða. Þau auglýsi eftir bingóstjóra á netinu. Vinna fari af stað sem fyrst.

3. Endurskoðun fundadagatals
Farið yfir stundaskrár stjórnarmeðlima og dagsetningar valdar fyrir stjórnarfundi, dagsetningar settar niður fyrir félagsfundi og aðalfund.

Rætt um að gera meira úr félags- og aðalfundum, t.d. með veisluhöldum og námskeiðum.

4. Hlutverkaskipting stjórnar
Lið frestað til næsta fundar.

5. Sundlaugaaðgengi – stutt skýrsla
Lið frestað til næsta fundar.

6. Fréttir frá framkvæmdastjóra
Daníel mun setja punkta inn á vefsvæði stjórnar.

Fulltrúar Trans-Ísland koma á fund 16:31

7. Frumvarp – ítarleg kynning
María Helga fór yfir frumvarp til laga um kynrænt sjálfræði með stjórn og fulltrúum Trans Íslands.

Marion víkur af fundi kl. 17:35

Frumvarpið rætt í þaula og talað um hvernig halda megi utan um umræðu og stuðning fyrir þau sem frumvarpið varðar.

8. Önnur mál

Heiðrún Fivelstad kynnir sig fyrir stjórn.
Hinsegin málefni á Austurlandi. Fengum erindi þar sem áhyggjum var lýst yfir stöðu hinsegin fólks á Austurlandi. Stjórn samþykkir að kanna möguleika á því að efla starfsemi Samtakanna á landsbyggðinni. Það er augljós þörf á því að starfsemi okkar nái víðar. E.t.v. gott að hafa trúnaðarráð með í ráðum.
Rætt var mikilvægi þess að efla félagslegan vettvang eldra hinsegin fólks.

Fundi slitið: 18:34