15. Stjórnarfundur

Stjórn Samtakanna ‘78

Starfsárið 2017 – 2018

15. fundur

Þann 21. september 2017 var haldinn fundur á Hallveigarstöðum kl. 18:00. Fundinn sátu: Sigurður Júlíus Guðmundsson – SJG, varaformaður. Benedikt Traustason – BT, gjaldkeri. Álfur Birkir Bjarnason – ÁBB, ritari. Guðmunda Smári Veigarsdóttir- GSV, meðstjórnandi. Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir – ÞEM, meðstjórnandi. Daníel Arnarsson – DA, framkvæmdastjóri. Sólveig Rós – SR, fræðslustýra

Fundur settur 18:05

1. Samþykkt síðustu fundargerða

Fundargerð 14. fundar samþykkt.

2. Ökutækjastyrkur fræðslustýru

BT og DA finna upphæð fyrir styrk. Þess má geta að slíkur styrkur er undanþeginn skatti og verður greiddur með launum í hverjum mánuði.

3. Fræðslur, verðlagning

DA og SR útbúa heildstæða verðskrá og bera undir stjórn fljótlega. Greiðslur til jafningjafræðara endurskoðast samhliða.

4. Edinborgarferð

SR skipuleggur umsókn fyrir sjálfboðaliðaferð til Edinborgar um starf með hinsegin ungmennum. Ræðum síðar hverjir vilja koma með.

Sólveig Rós gengur af fundi 18:40

5. Samningar við Reykjavíkurborg, staðan

Samningavinna er hafin í góðri samvinnu við Reykjavíkurborg.

6. Ný skipting nefnda og ráða

DA hefur verið að skerpa á núverandi nefndum og ráðum Samtakanna ‘78. Hann kynnir stjórn það betur á vefnum með ÁBB.

7. ILGA-Europe ráðstefnan, staða

DA ræðir við Kitty Anderson og aðra sem fara á ráðstefnuna um greiðslu skráningargjalda og annað sem viðvíkur ráðstefnunni.

8. Workplace Pride

DA hefur verið að ræða við ýmsar stofnanir. Ákveðið að brjóta verkefnið niður og lengja ferlið. Áhersla lögð á rannsóknir til að byrja með.

9. Boð frá VG

VG hefur boðið S78 að vera með bás á landsfundinum sínum 6. október. SJG hefur áhuga á að taka þátt. DA athugar tímasetningar.

10. Pieta Ísland

Fengum beiðni frá framkvæmastýru Pieta um að rækta frekari tengsl. Við leggjum til að vinna með þeim hvað fræðslu varðar og að ráðgjafar beggja félaga þekki til ráðgjafa hinum megin. Dreifum bæklingum.

11. Samfélagssjóðir og aðrir sjóðir

DA leggur til að S78 sæki um í samfélagssjóði vegna ýmissa mála. Samþykkt.

12. Framkvæmdir á Suðurgötu 3

Bogi smiður hefur verið að dytta að ýmsu.

Það þarf að fara í framkvæmdir vegna lagna á efri hæðum. Peningur fyrir því kemur úr hússjóði.

13. Önnur mál
a) Vefsíðan

DA hefur fengið tilboð í nýja vefsíðu. Stjórn samþykkir tilboð með því skilyrði að fjármögnun náist.

Fundi slitið 20:55

Fundargerð ritaði Álfur Birkir Bjarnason