14. Stjórnarfundur

Stjórn Samtakanna ‘78

Starfsárið 2017 – 2018

14. fundur

Þann 21. ágúst 2017 var haldinn fundur að Suðurgötu 3 kl. 17:00. Fundinn sátu: María Helga Guðmundsdóttir – MHG, formaður. Sigurður Júlíus Guðmundsson – SJG, varaformaður. Benedikt Traustason – BT, gjaldkeri. Álfur Birkir Bjarnason – ÁBB, ritari. Kitty Anderson – KA, alþjóðafulltrúi. Guðmunda Smári Veigarsdóttir- GSV, meðstjórnandi. Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir – ÞEM, meðstjórnandi. Marion Lerner – ML, áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs í stjórn. Daníel Arnarsson – DA, framkvæmdastjóri.

Fundur settur 17:05

1. Samþykkt síðustu fundargerða

Fundargerð 13. fundar samþykkt.

2. Starf á milli funda, starfsfólk og stjórnarfólk

BT og Sirrý úr starfshópi um að eldast hinsegin fara fund stefnumótunarhóps um öldrunarmál Reykjavíkurborgar.

GSV hefur verið boðað á fund starfshóps um ofbeldi hjá Reykjavíkurborg.

KA hefur verið að vinna að Mannréttindaskrifstofu Íslands fyrir hönd S78.

ÞEM hefur verið að starfa við opin hús.

ML nefnir að trúnaðarráð hafi ekki enn fundað.

ÁBB hélt fræðslufund fyrir starfsfólk regnbogakaffihúss á alþjóðamóti skáta.

MHG starfaði í kringum Hinsegindaga og skipulag gleðigönguatriðis. Vinnur nú að fræðsluefni um gleðigönguatriðið okkar.

Samtökin ‘78 eru aðilar að rannsóknarverkefni Írisar, Ástu og Hafdísar um hinsegin kynverund kvenna á árunum 1700-1960. Verkefnið hlaut rannsóknarstyrk úr jafnréttissjóði og er hafið.

3. Nýtt skipurit fyrir Samtökin, sameining ferla og einföldun kerfis

Daníel er að hanna verkferla og setja upp skipurit.

Sigurður Júlíus Guðmundsson gengur á fund 17:35

4. Meðferðarátak gegn lifrarbólgu C

DA og ÁBB fara á fund með A3.

Tillaga að hafa þetta á opnu kvöldi 13. sept eða 14.
Leggjum áherslu á að þetta verði aðgengilegt öllum frá 16 ára aldri.

ÞEM hefur samband við Heilsugæsluna.

5. ILGA-Europe ráðstefnan, klára skráningar og bókanir

Skráningar eru að klárast.

Athugað verður hvort TÍ vilji senda fulltrúa með okkur. Forsenda er að S78 haldist innan útgjaldaáætlunar.

6. Ungliðastarf

Ungliðarnir fara aftur af stað 29. ágúst.

7. Þjónustusamningavinna, komast á næsta stig með það

DA og Sólveig Rós keyra þetta í gang þegar Sólveig Rós kemur aftur úr orlofi.

8. Test-vettvangur í S78. Gera samning við Heilbrigðisráðuneytið

DA og MHG leitast eftir að fá fund með Heilbrigðisráðuneytinu m.a. vegna styrkja til að sporna við kynsmitum innan hinseginhópa.

9. Workplace Pride

DA og MHG skoða styrki frá Atvinnuvegaráðuneytinu.

10. Skjölun allra gagna og geymsla

DA kynnir spennandi nýjungar í málefnum skjölunar innan tíðar.

11. Félagatal

Samþykkt að DA færi félagatalið yfir í MS Access.

María Helga Guðmundsdóttir gengur af fundi 18:15

Önnur mál
12. Skemmtinefnd

Finna þarf dagsetningu fyrir jólabingó og bóka sal. Einnig þarf að skipuleggja haustfögnuð.

13. Vegna líffræðiorðalykils

DA grennslast fyrir um þýðingu orðsins intersex í orðalyklinum.

14. Bleika píanóið

Stjórn hefur borist fyrirspurn um notkun píanósins. Þess vegna þarf að fara að stilla það.

Fundi slitið 21:30

Fundargerð ritaði Álfur Birkir Bjarnason