4. Stjórnarfundur

Stjórn Samtakanna ‘78

Starfsárið 2017 – 2018

4. fundur

Þann 4. maí 2017 var haldinn fundur að Vesturgötu 65 kl. 17:40. Fundinn sátu: María Helga Guðmundsdóttir – MHG, formaður. Sigurður Júlíus Guðmundsson – SJG, varaformaður. Álfur Birkir Bjarnason – ÁBB, ritari. Kitty Anderson – KA, alþjóðafulltrúi. Guðmunda Smári Veigarsdóttir- GSV, meðstjórnandi. Marion Lerner – ML, áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs í stjórn. Helga Baldvins- Bjarnadóttir – HBB, framkvæmdastýra.

Fundur settur 17.40

1. Mótmælavika við rússneska sendiráðið

Aðgerðir og viðbrögð við mótmælum rædd. Við munum hvetja til löglegra og friðsamlegra mótmæla og árétta að tilmæli lögreglu séu virt.

2. Pistill framkvæmdastýru

HBB kynnir verkefnastöðu. HBB mun hefjast handa við að auglýsa eftir húsverði.

Álfur gengur af fundi 18:35

3. Varafulltrúi í stjórn Mannréttindaskrifstofu Íslands

Samþykkt að HBB taki við af Auði Magndísi Auðardóttur sem varafulltrúi.

4. Vottun fyrir ráðgjafa

Ráðgjafar S78 hafa áhuga á að setja saman námskeið fyrir fagfólk í ráðgjafarstörfum sem hægt er að sitja til að fá vottun sem „hinseginvænn ráðgjafi“. Samþykkt að óska eftir lýsingu á námskeiðinu og vottuninni sem þau hafa í huga og leggja mat á verkefnið þá.

Fundi slitið 18:35

Fundargerð rituðu Álfur Birkir Bjarnason & María Helga Guðmundsdóttir