Fréttir

Framboð til stjórnar og trúnaðarráðs S´78

Samtökin '78 leita eftir áhugasömu og drífandi fólki til að taka sæti í stjórn og trúnaðarráði samtakanna starfsárið 2014-2015. Stjórnin tekur allar helstu ákvarðanir um starfsemi félagsins. Hún fundar á tveggja vikna fresti. Henni til fulltingis er trúnaðarráð sem fundar u.þ.b. á sex vikna fresti og aðstoðar stjórn við framkvæmd mikilvægra verkefna. Samtökin '78 eru mótandi afl í hinsegin málum á Íslandi og því gefst hér kjörið tækifæri til að hafa áhrif á þennan mikilvæga málaflokk í samvinnu við öflugt og skemmtilegt fólk. Ef þér finnst þú hafa það sem til þarf skaltu hafa samband við kjörnefnd fyrir 8. mars með því að senda tölvupóst á kjornefnd@gamli.samtokin78.is eða hringja í Ragnheiði (s. 8923807), Írisi (s. 8614832) og Gunnlaug Braga (s. 8692979).

Kveðja,
Kjörnefnd.