12. Stjórnarfundur

12. Stjórnarfundur S78 02.10.2013

 

Mætt: Stjórnarmennirnir Gunnar Helgi Guðjónsson (GHG)(Áheyrnarfulltrúi Trúnaðarráðs), Fríða Agnarsdóttir, Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson (Villi), Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi), Svandís Anna Sigurðardóttir (SAS), Guðrún Arna Kristjánsdóttir (GAK), Örn Danival Kristjánsson, Anna Pála Sverrisdóttir (APS), Árni Grétar Jóhannsson (ÁG)(framkvæmdastjóri S78)

 

Fjarverandi:  Sverrir Jónsson (Vara áheyrnarfulltrúi Trúnaðarráðs),

 

Fundur settur: 17:10

 

1.  Fundargerð síðasta fundar: Samþykkt

 

2. Hinsegin flóttamenn til Íslands

 

  • APS mætti á fund hjá Velferðarráðuneyti. Fleiri hefðu mátt fara með frá stjórn/trúnaðarráði.

  • Verklagið verður þannig að flóttamannanefnd og Rauði Krossinn koma að málum hinsegin flóttamanna til Íslands, S78 koma svo að þessu sem viðbót. S78 gætu þá kynnt félagið og starfsemi þess, einnig að kynna fyrir hinsegin samfélaginu.

  • Einnig hugmynd um að bjóða upp á ‘stuðningsfjölskyldur’ úr okkar samfélagi.

  • Einnig gæti verið samstarfsflötur varðandi ráðgjöf, annars vegar hjá flóttamannanefnd og svo frá S78.

 

3. Ársfundur ILGA-Europe

 

  • Hilmar Magnússon búinn að reikna út kostnað við það að hann og APS komist á ársfundinn. Gjaldkeri er að skoða stöðuna og er í vinnslu.

 

4. Verkefni Reykjavíkurborgar: Starfsmannastefna gegn mismunun

 

  • APS búin að funda með fólki frá Rvk.borg sem er að vinna verkefni um samþættingu/samtvinnun mismunarbreyta.

  • APS ítrekaði að kynvitund væri einnig nokkuð sem þyrfti að taka til greina.

  • Rvk.borg vill safna dæmum um mismunun og geta tekið praktíska nálgun. APS leggur til að við sendum póst á okkur félagsmenn að óska eftir sögum um mismunun sem fólk hefur orðið fyrir sem starfsfólk og þjónustuþegar.

  • Örn segir að TÍ sé að standa fyrir svipuðu sem mætti sameina þessu verkefni.

  • ÁG verður með í þessari vinnu.

 

5. Félagsfundur – hvenær?

 

  • ÁG segir nóvember henta vel þar sem er hægt að nota fundinn bæði til að fara yfir fjárhagsstöðu og velja í kjörnefnd. Rætt er um að stefna á 2. nóvember að svo stöddu.

  • Fríða ræðir hugmynd KMK um að vera með kökubásar á fundinum til að fjárafla fyrir blakferð sem verður farin um páskanna. Stjórn samþykkir.

 

6. Frekara samstarf við Amnesty International um mannréttindi hinsegin fólks

 

  • S78 fékk bréf frá Amnesty varðandi áframhaldandi samstarf.

  • Beiðni um að taka þátt bréfaskriftardegi í desember, sem snýr að samkynhneigðum hvítum rússneskum manni.

  • Stjórn mjög jákvæð fyrir þessu verkefni. Samþykkt að ÁG taki þetta lengra.

 

7. Fræðslumál – staðan

 

  • SAS kynnir stöðu mála hjá fræðslunefnd. Fræðslubæklingur, hinsegin orðabók, út úr skápnum sögur og spjall síða í vinnslu.

  • APS bendir ÁG á að athuga með fyrirspurn um spjallsíðu síðan í sumar.

  • Siggi bendir á að biðja um template frá Hannesi frekar en að hann þurfi alltaf að hanna nýtt (ef hann samþykkir að hanna).

  • Siggi vill fá fólk með sér í ritnefnd fyrir heimasíðu S78. Sigga (Erica Pike) búin að tala um að taka að sér enska hlutann. Siggi talar um að einblína á heimasíðu S78 og draga sig frá öðru. APS leggur til að halda áfram að ræða þessi mál og hugsanlega mynda ritstjórn á Facebook. SAS leggur til að hafa það sem reglu að 3. úr trúnaðarráði og 1 úr stjórn sitja alltaf í þessari ritstjórn.

 

8. Úgandasamstarf – staðan

 

  • Villi er með málin í vinnslu varðandi fjáröflun en mun láta okkur vita hvernig miðar.

 

9. Samstarfssamningur við velferðarráðuneytið

 

  • Villi kynnir að við viljum fá samstarfs-/þjónustusamning. ÁG talar um að skoða þetta með Villa. APS leggur til að ræða beint við aðstoðarmann velferðarráðherra.

  • Villi talar um að fá fræðslutölur frá Uglu. Fá upplýsingar um bókasafnið frá Þorvaldi. Einnig þarf að fá tölur frá ráðgjöf (SAS fer í þetta). Þarf að gera ráð fyrir t.d. daglegum rekstri, ungliðum, aðstandendahópi Trans fólks o.fl.

  • Villi hefur samband strax við ráðuneytið og óskar eftir umræðum varðandi samning.

 

10. Mannréttindahátíðin Glæstar vonir, 28.09.13

 

  • ÁG segir frá því að allir virðast mjög sáttir, vel mætt og góð lengd á viðburðinum. Það bættist aðeins við í félagatalið á deginum og seldist aðeins af varningi. Mjög gott viðmót frá Þróttarfólki. Fánarnir æðislegir. Stjórn leggur til að senda Þrótti þakkarbréf, ÁG tekur það að sér.

 

11. Minningardagur transfólks – staðan

 

  • Örn og SAS ræða hugmyndir að minningardegi.

  • Þarf að funda almennilega og hefja vinnuna fyrir alvöru, helst reyna að fá styrki.

 

12. Önnur mál

a) Námskeið LÆF um hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna

Villi kynnir að þetta sé í boði. Spurning hvort að stjórnarmeðlimir vilja mæta. Villi veitir frekari upplýsingar á facebook.

b) Erindi um aðstöðu fyrir kvikmyndakvöld

Rósa frænka óskar eftir því að fá fast vikulegt húsnæði hjá S78. Stjórn ræðir þetta og samþykkir að ÁG gengur í það að bjóða hópnum húsnæði.

c) Fundur með Bíó Paradís

Fundur á morgun kl.14. ÁG mætir.

d) Jafnréttisþing 2013

Verður haldið í byrjun nóvember. ÁG mun senda okkur upplýsingar um skráningu á þingið.

e) Sjálfboðaliði frá FÁ

ÁG fékk fyrirspurn frá FÁ varðandi að taka að okkur sjálfboðaliða sem er tengt námskeiði sem hann situr. Allir jákvæðir og til í þetta.

f) Mótun fjölskyldustefnu á vegum félagsmálaráðuneytis

Gunni og GAK eiga eftir að fá fundarboð. Umræða um að hafa samband við Hinsegin foreldra.

APS leggur til að auglýsa opin umræðufund vegna mótunar fjölskyldustefnu. Hægt að hafa í samvinnu við Hinsegin foreldra.

Gunni og GAK taka þetta verkefni saman.

g) Trúnaðarmál

h) Bókmenntakvöld

Guðjón lagði til að vera með bókmenntakvöld. APS lagði til að hafa slíkt í húsnæði S78. ÁG ræðir það athuga hvernig bókmenntakvöld KMK verður, einnig hvernig málin standa með rithöfundasambandið. ÁG og APS munu skoða þetta mál.

 

Fundi slitið: 18.19
Næsti fundur verður: 16.10.13

Fundarritari: Svandís Anna Sigurðardóttir