Hinsegin heilbrigði og hamingja

Fyrsti fræðslu og umræðufundur í Hinsegin heilbrigði og hamingju-röðinni verður n.k. fimmtudagskvöld í Regnbogasal S78, Laugavegi 3.

Umræðuefni kvöldsins er ættleiðingar og fóstrun samkynja foreldra. Fyrst munu góðir gestir frá Íslenskri Ættleiðingu munu segja okkur frá félaginu, hópi samkynja foreldra innan félagsins ásamt því að svara spurningum. Að því loknu mun Dóra Hjálmarsdóttir koma og segja okkur frá reynslu sinni og maka af því að taka börn í varanlegt fóstur, segja okkur frá ferlinu og svara spurningum. 

Fundurinn hefst kl:20. Allir velkomnir, kaffi á könnunni og kalt í ísskápnum 😉