Fréttir

Dagsskrárrit Hinsegin daga 2009

Glæsilegt dagskrárrit Hinsegin daga 2009 er komið í dreifingu. Kaupfélag hátíðarinnar opnar laugardaginn 18. júlí við Laugaveg 28, þar sem allt sem þarf til hátíðarinnar verður í boði. 
Á hverju ári gefa Hinsegin dagar út glæsilegt dagskrárrit þar sem greint er frá þeim atburðum sem í boði verða og hvaða listamenn koma fram á hátíðinni. Að vanda er dagskráin fjölbreytt en hátíðin stendur yfir í fjóra daga og hvergi slegið af alla dagana. 

Hátíðin hefst með glæsilegri opnunarhátíð í Háskólabíói fimmtudaginn 6. ágúst og endar með rúmlega 12 stunda gay-diskóteki á Barböru frá hádegi sunnudaginn 9. ágúst fram á nótt og regnbogamessu í Háteigskirkju. Hægt er að skoða dagskrárritið á PDF-formatti hér.