11. Stjórnarfundur 2. desember, 2018 11. fundur stjórnar Starfsárið 2018-2019 2. desember 2018 Mætt: María Helga Guðmundsdóttir (formaður), Þorbjörg Þorvaldsdóttir (ritari), Rúnar Þórir Ingólfsson (meðstjórnandi), Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir (alþjóðafulltrúi), Daníel E. Arnarsson (framkvæmdastjóri) Fundargerð ritar: Þorbjörg Fundur settur: 16:02 Fundargerð 10. fundar samþykkt María Helga les fundargerð síðasta fundar. Stjórn samþykkir fundargerðina. Formannsembætti Gestur fundarins komst ekki vegna veikinda og þessum lið verður þ.a.l. frestað fram í janúar. 2. Dagsetning aðalfundar Ákveðið var að halda aðalfund Samtakanna ‘78 helgina 2.-3. mars. Hugmyndir um viðburði í kringum aðalfund ræddar. Unnið verður áfram með skipulag á næstu vikum. Auglýsa þarf fundinn fyrir 15. janúar. 3. Félagsgjöld 2019 Félagsgjöld hafa verið hækkuð á síðustu árum (bæði 2017 og 2018) og eru nú: Almenn: 5900 kr. Afsláttar: 2900 kr.Ungliða: 1500 kr. Ákveðið að láta félagsgjöld standa í stað í ár. Rætt um afslátt/afnám félagsgjalda fyrir sjálfboðaliða og ákveðið að taka þá umræðu í tengslum við sjálfboðaliðastefnuna. 5. Ársfjórðungsuppgjör Daníel fór yfir ársfjórðungsuppgjör og sjóðsstreymi félagsins. Töluverð hækkun sést á milli ársfjórðunga og skýrist af grunnstarfsemi: Ungliðar, ráðgjöfin, laun, fræðsla og viðhald húsnæðis. Líkur á að við komum út á jöfnu eftir árið. Þó er lítið til af lausafé og rætt um að við verðum að ganga í að rétta það við. 6. Fræðsla, stefnumótun v. þjónustusamnings Talað um að þjónustusamningurinn við ríkið sé víðtækur og óljós. Það gerir okkur erfitt fyrir að uppfylla hann með fullnægjandi hætti. Fundur Daníels, Maríu, Þorbjargar og Sólveigar átti að fara fram um stefnumótun fyrir fræðsluna en fór ekki fram vegna veikinda – nánari umræðu undir þessum lið frestað til næsta fundar. 7. Önnur mál Afmælisrit rætt. Talað um möguleikann á því að senda afmælisrit og fundarboð á aðalfund út í pósti á sama tíma. Framkvæmdastjóra falið að hafa samband við ritstjóra. Rætt um þjónustusamninginn við Reykjavíkurborg. Fá tölur um ungliðana. Við erum ánægð með hvernig til tókst með stuðning við hælisleitendur. Daníel falið að taka saman hversu margir tímar voru nýttir í þetta verkefni. Rætt um fjáröflunarleiðir. Ákveðið var að fresta sölu á jólagjafabréfum fram á næsta ár. Endurskinsmerkjahugmynd rædd. Fundi slitið: 17:15