Samtökin ’78 bjóða upp á sjálfboðarekin verkefni fyrir fólk sem vill leggja sitt af mörkum. Við erum þakklát öllum þeim sem gefa vinnuna sína til styrktar starfi Samtakanna. Hægt er að senda skilaboð á skrifstofa@gamli.samtokin78.is ef einhverjar spurningar vakna.
Samtökin ‘78 – The National Queer Organization of Iceland, offer volunteer programs for those who wish to contribute to the queer society in Iceland. We are grateful for everyone who participates in our volunteer programs. For further information, contact office@gamli.samtokin78.is.
Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ’78 og Tjarnarinnar – Queer Youth Center of Samtökin ’78 and TjörninHinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ‘78 og Tjarnarinnar er ætluð ungmennum á aldrinum 13-18 ára sem eru hinsegin eða tengja við hinseginleika á einn eða annan hátt. Félagsmiðstöðin er opin öll þriðjudagskvöld frá 19:30-22:00. Sjálfboðaliðar manna kvöldin og sjá til þess að ungmennunum líði vel og finni til öryggis.The Queer Youth Center of Samtökin ‘78 and TjörninThe Queer Youth Center is intended for youth from 13-18 years old, which identify as queer or questioning. The Queer Youth Center is open every Tuesday from 7.30 PM to 10 PM. Our volunteers manage the evenings and make sure that the youth feel safe and well.
Opin hús – Open house at Samtökin ‘78 Opin hús eru á fimmtudagskvöldum milli kl. 20 og 22 í húsnæði Samtakanna að Suðurgötu 3. Markmið opnu húsana er að bjóða upp á öruggan vettvang fyrir hinsegin fólk til að hittast. Sjálfboðaliðar manna kvöldin, sjá til þess að fólk upplifi sig velkomið og afgreiða í sjoppunni ef þess þarf.The open houses are every Thursday evening at 8 PM – 10 PM. The open houses provide a safe setting for queer people to meet. Our volunteers manage the evenings, make sure that everyone feels welcome and safe, and manage the shop if needed.
Vinastuðningur – Buddy Program Vinastuðningur er verkefni sem ætlað er að styrkja félagsleg tengsl hinsegin hælisleitenda á Íslandi. Sjálfboðaliði hittir hælisleitanda og eyðir tíma með viðkomandi, t.d. á kaffihúsi, og kynnir fyrir staðháttum. Um er að ræða 2-3 skipti á mánuði, klukkutíma í senn. Enskukunnátta skilyrði, önnur tungumálakunnátta vel metin.The Buddy Program is a support program for queer asylum seekers in Iceland. Our volunteers meet up with an asylum seeker and spends time with them 2-3 times a month and introduces them to Icelandic society. Knowledge of English is vital, knowledge of any other language is a plus.
Gagnaúrvinnsla – Data processing Gagnaúrvinnsla felur í sér að skrá á tölvutækt form upplýsingar sem Samtökin ’78 safna í ráðgjöf og fræðslu. Góð tölvukunnátta og skilningur á Excel er vel metin.Processing of data gathered from our counseling services and lectures. Good understanding of computers and systems such as Excel is important.