9. Stjórnarfundur 19. október, 2018 Fundargerð 9. fundur stjórnar Starfsárið 2018-2019 19. október, 2018 Fundur haldinn að Suðurgötu 3 Fundargerð ritar Daníel E. Arnarsson Mætt: María Helga Guðmundsdóttir (formaður), Marion Lerner (meðstjórnandi), Sigurður Júlíus Guðmundsson (gjaldkeri), Daníel E. Arnarson (framkvæmdastjóri), Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir (alþjóðafulltrúi) og Unnsteinn Jóhannsson (varaformaður). Fundur settur: 16:11 1. Samþykkt fundargerðar 8. fundar Fundargerð samþykkt 2. Félagsfundur í nóvember Fundurinn verður haldinn 10. nóvember. Félagsfundur fer yfir stefnur frá stjórn og trúnaðarráði, ásamt því að skipa kjörnefnd fyrir aðalfund sem fram fer í mars 2019. Eftir formlega fundardagskrá mun stjórn standa fyrir teiti 3. Drög að fjárhagsáætlun 2019 Gjaldkeri fer yfir fjárhagsáætlunina 2019 og kynnir fyrir stjórn. Stjórn vísar áætluninni til félagsfundar í nóvember 4. Formannsembættið Á síðasta aðalfundi var formannsembættið rætt og þá mögulega hvort að tilefni væri til að gera breytingar á embættinu og þá með breytingum á félagslögum. Umræður meðal stjórnarmanna. 5. Aktivistaskólinn Samþykkt að fresta málinu fram á næsta ár. 6. Ráðgjafaþjónusta Stjórn samþykkir að bjóða ráðgjöfum á fund, mögulega næsta stjórnarfund, til að ræða framtíð ráðgjafarinnar í ljósi bættrar rekstrarstöðu og aukinna umsvifa. 7. Útleiga á sal og önnur hugsanleg nýting Gjaldkeri vill fara yfir innkomu og kostnað varðandi útleiguna. Áætlanir og sjóðstreymi benda til þess að útleigum fari fækkandi og vill gjaldkeri athuga hvort að þær standi undir sér. 8. Önnur mál Möguleiki og vilji til að halda fjáröflunarskemmtun við byrjun næsta árs Fundi slitið 17.55