Félagsfundur

Fundargerð
Félagsfundur að hausti
Starfsárið 2018-2019
10. nóvember 2018

Félagsfundur haldinn að Suðurgötu 3 kl. 18.
Fundargerð ritar: Þorbjörg Þorvaldsdóttir, ritari

María Helga Guðmundsdóttir setur fund: 18:10

1. Starfsfólk fundarins
María Helga fundarstjóri
Þorbjörg fundarritari

2. Lögmæti fundar staðfest
Fundinn sátu fleiri en 15 félagsmenn og til hans var boðað formlega 2. nóvember.
Telst fundurinn því löglegur.

3.Kjörnefnd
Farið var yfir hlutverk kjörnefndar og framboð til kjörnefndar.
Framboð sem bárust voru:

Álfur Birkir
Ásta Kristín Benediktsdóttir
Svanfríður Anna Lárusdóttir

Samþykkt með lófataki.

4. Fjárhagsáætlun
Sigurður Júlíus Guðmundsson, gjaldkeri, fór yfir fjárhagsáætlun Samtakanna ‘78.
Vel gengur í rekstri félagsins og gert er ráð fyrir því að vel gangi.

5. Siðareglur
Unnsteinn varaformaður fór yfir þá vinnu sem hefur verið unnin í tengslum við siðareglur S78 og kynnti drög að siðareglum fyrir fundinum. Sagði einnig frá aðgerðaráætlun gegn ofbeldi sem er í vinnslu.

Athugasemd barst um að punkturinn um ‘ekki taka þátt í ráðstöfun fjármuna eða eigna’ hindri stjórnarmeðlimi í því að nýta tengsl sín til þess að fá afslátt. Önnur athugasemd barst um að leita ætti til mismunandi aðila til þess að fá besta tilboðið. Umræða fór fram um þennan lið.

Orðalagsbreyting lögð til: “ekki taka þátt í ákvörðunum um ráðstöfun fjármuna”
Orðalagsbreyting lögð til: taka út ‘, t.d. stjórn og starfsfólk- og setja inn “nema að það sé ákveðið sérstaklega að stjórn”

Ákveðið að stjórn fari yfir tillögur að breytingum, ræði þær við trúnaðarráði og leggi svo fyrir aðalfund fullunnið plagg.

6. Sjálfboðaliðastefna
Daníel framkvæmdastjóri fór yfir sjálfboðaliðastefnuna. Umræða fór fram um sjálfboðaliðstefnuna og fyrirhugað umbunarkerfi.

7. Jafnréttis- og umhverfisstefna
María Helga formaður kynnti drög að jafnréttis- og umhverfisstefnu Samtakanna ‘78 fyrir félagsfundi.
Lagt til að skjalið sjálft verði samþykkt á félagsfundi.

Samþykkt með fyrirvara um breytingar á orðalagi, þar sem enskutúlkun og opnu ákvæði um túlkun á önnur tungumál, og með þeim fyrirvara að aðgerðaráætlun verði tilbúin á aðalfundi.

8. Önnur mál
Ynda Gestsson ber upp annað mál. Hún þakkar formanni um starf við Regnbogaþráðinn. Þakkar innilega fyrir stuðning Samtakanna, sem hún segir ómetanlegan. Talar um mikilvægi hinseginleikans í listaheiminum og að rödd okkar sé sterk í þeim heimi. Þakkar stjórn og starfsfólki fyrir stuðning við Gallerí 78.

Einar Þór ber upp annað mál. Einar Þór er framkvæmdastjóri HIV á Íslandi. Einar lýsir yfir ánægju sinni með vinnu Samtakanna ‘78 og HIV á Íslandi á síðustu mánuði. Áður fyrr var ákveðinn núningur en samstarfið einkennist meira af samstöðu í dag. HIV á Íslandi er 30 ára og munu þau halda upp á afmæli sitt 1. desember næstkomandi. HIV á íslandi vill koma á meiri fræðslu, stuðningi og hraðprófum.

Unnsteinn Jóhannsson ber upp annað mál. Unnsteinn vildi rétt tæpa á góðri ferð stjórnar og starfsfólks til Brussel í Belgíu og sátu ráðstefnu ILGA-Europe. Ráðstefnan var góð og fræðandi fyrir Samtökin ‘78 og mikilvægt að halda vel utan um alþjóðastarf og ILGA-Europe. Hvatt er til þess að hagsmunafélög skrái sig sem meðlimi í ILGA-Europe. Einnig segir Unnsteinn frá fyrirhugaðri vinnu um Norðurlandasamstarf.

Daníel E. Arnarsson ræðir fjármál Samtakanna ‘78 og hvetur félaga til að ræða fjármálin, því þau eru opin og gagnsæ.

María Helga fagna að nýtt fólk taki þátt með okkur á félagsfundi. Hún hvetur fólk til að skrá sig og taka virkan þátt í félaginu, bæði á fundum eða skriflega. Því fleiri sem taka þátt því betra. Fjölmennum í félagið og á fundi.

Guðrún Bernhards ræðir fólk sem setur sig á móti hinsegin málefnum, eru Samtökin ‘78 að skoða þau mál?

Fundi slitið: 20.07