4. Stjórnarfundur

Fundargerð
4. fundur stjórnar
Starfsárið 2018-2019
18. maí 2018

Fundur haldinn að Suðurgötu 3
Fundargerð ritar Þorbjörg Þorvaldsdóttir

Mætt: María Helga Guðmundsdóttir (formaður), Sigurður Júlíus Guðmundsson (varaformaður), Marion Lerner (meðstjórnandi), Sólveig Rós (fræðslustýra), Þorbjörg Þorvaldsdóttir (ritari), Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir (meðstjórnandi, á Skype), Brynjar H. Benediktsson (áheyrnarfulltrúi), Daníel E. Arnarson (framkvæmdastjóri).

Fundur settur: 15:17

1. Fundargerðir 2. og 3. fundar samþykktar
Farið var yfir fundargerðir síðustu tveggja funda og þær samþykktar.

2. Afmælishátíð 23. júní
Framkvæmdastjóri sagði frá stöðunni. Komin nefnd sem hefur verið falið að sjá um hátíðina, hugmyndavinnu og útfærslu. Stefnt á að allt kynningarefni og dagskrá verði tilbúið 1. júní til þess að við náum góðri kynningu. Daníel ætlar að gæta þess að stjórn fái að fylgjast með.

3. Heimasíða – efni
Framkvæmdastjóri sagði frá stöðunni. Vinnan hefur gengið hægar en áætlað var sökum anna á öðrum vígstöðvum. Það sem vantar er aðallega efni. Stefnt að því að koma síðunni í loftið fyrir sumarfrí. Daníel er að reyna að samþætta þessa vinnu við gerð ferlabókar. Daníel hefur reynt að útvista verkefnum, þ.e. vinnslu efnis fyrir síðuna, og mun halda því áfram.

4. Hugmynd að endurmörkun (e. rebranding)
Framkvæmdastjóri talaði um að það hvernig við setjum okkur fram og að okkar ímynd skipti miklu máli fyrir ásýnd okkar og trúverðugleika út á við. Kynnti fyrir okkur hugmyndir að leturgerð, litaskema (regnboginn, augljóslega), logo o.s.frv. Ítrekar mikilvægi þess að allt okkar efni verði staðlað. Ætlum að gera þetta smátt og smátt. Samstaða hjá stjórn um að þessar hugmyndir séu góðar.

5. Ný persónuverndarlöggjöf

Sólveig Rós víkur af fundi 16:09.

Ný löggjöf um meðferð persónuupplýsingar tekur gildi innan skamms. Í kjölfarið þurfum við að hafa samband við alla félaga og tryggja að þau viti hvernig við umgöngumst persónuupplýsingar. Daníel ætlar að útfæra ferilinn og halda stórn upplýstri.

Umræða um félagatal og verkferla sem tengjast því.

6. Lýsa – Fundur fólksins á Akureyri
Daníel sagði okkur frá hátíðinni Lýsu sem haldin verður í Hofi á Akureyri fyrstu helgina í september. Rætt hvort við viljum taka þátt í þessum viðburði. Gott tækifæri til þess að ná tengingu við HIN – Hinsegin Norðurland. Talað um að senda 3-4 fulltrúa. Stjórn hefur áhuga á því að taka þátt.

7. Afmælisrit
Marion spurði hvernig gengi með afmælisritið. Ristjórnarsmiðjan gekk vel, um fimm manns sem sátu alla helgina og fleiri sem komu í styttri tíma. Gerum ráð fyrir því að vinna fari á fullt í lok maí. Lagt til að fá ritstjóra á fund stjórnar 8. júní.

8. Starfsreglur stjórnar
Lagt til að fresta þessari umræðu til næsta fundar. Samþykkt.

9. Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók.

10. Önnur mál
Engin önnur mál.

Fundi slitið: 17:45