1. Stjórnarfundur

Fundargerð
1. fundur stjórnar
Starfsárið 2018-2019
5. mars 2018

Mætt: Rúnar Þórir Ingólfsson, María Helga Guðmundsdóttir, Sigurður Júlíus Guðmundsson, Marion Lerner, Sólveig Rós (fræðslustýra), Daníel E. Arnarsson (framkvæmdastjóri), Unnsteinn Jóhannsson og Þorbjörg Þorvaldsdóttir
Fundur settur: 17:17
1. Skipting embætta innan stjórnar
Embættin eru: varaformaður, gjaldkeri, ritari, alþjóðafulltrúi og tveir meðstjórnendur.
Stjórn vill tala sig niður á embætti og athuga hvort að það beri árangur.
Eftir stuttar umræður stjórnarmeðlima þá er komin sameiginleg lausn og er hún borin upp til samþykktar:
Sigurður Júlíus Guðmundsson verður varaformaður
Rúnar Þórir Ingólfsson verður gjaldkeri
Þorbjörg Þorvaldsdóttir verður ritari
Unnsteinn Jóhannsson verður alþjóðafulltrúi
Marion Lerner verður meðstjórnandi
Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir verður meðstjórnandi
Samþykkt með öllum atkvæðum.
2. Nýr gjaldkeri fær prókúru
Rúnari Þóri veitt prókúra af meirihluta stjórnar.
3. Starfs- og samskiptareglur stjórnar
Síðasta stjórn fór í gegnum skjal frá fyrri tíð og setti upp skýrar reglur um hlutverk og ábyrgð hvers stjórnarliða, samskipti, boðleiðir, meðferð erinda og meðferð fjármuna, o.s.frv.
Formaður leggur til að ný stjórn fari yfir skjalið og á næsta fundi verður ákveðið endanlega hvernig þessum starfsreglum er háttað, á þeim fundi verður skjalið rætt og við það bætt ef þarf.
Sólveig Rós víkur af fundi 17.50
Stjórn fer í sameiningu yfir skjalið og formaður tekur niður athugasemdir stjórnarfólks.
4. Dagskrá starfsársins
Mikill vilji er til að stjórn setji sér dagskrá yfir allt starfsárið og skipuleggi fundi sína út starfsárið. Mikilvægt er að stjórn setji sér ramma fyrir árið til að auðvelda skipulag fyrir stjórnarmeðlimi.
Stjórn ræðir góðan tíma til að funda reglulega og setur niður næstu stjórnarfundi fram á sumar.
5. Stöðuskýrsla framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjóri fer yfir núverandi verkefni og uppfærir nýja stjórn um stöðu mála.
6. Önnur mál
Engin önnur mál
Fundi slitið: 19:14