Félagsfundur Samtakanna '78 var haldinn í Suðurgötu 3, 23. nóvember sl. Á fundinn mætti félagsfólk til að kynna sér fjárhagsáætlun næsta árs og einnig til að skipa kjörnefnd sem er lögbundið hlutverk félagsfunda að gera. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna '78, stýrði fundinum og Álfur Birkir, ritari, kynnti fjárhagsáætlun. Í kjörnefnd voru kosin þau Ásta Kristín Benediktsdóttir, Sigurgeir Ingi Auðar-Þorkelsson og Svanfríður Anna Lárusdóttir. Líflegar umræður sköpuðust svo undir liðnum önnur mál þar sem félagsfólk gat rætt það sem þau vildu og var m.a. rætt um jólabingó sem haldið verður 2. desember nk., aðalfund, viðburði í desember, fjármál og afmælisár Samtakanna, en enn er hægt að skrá sig í sérstaka afmælisnefnd. Félagsfólki er hér með þakkað fyrir góðan fund og Samtökin hlakka til að sjá sem flest á næsta félagsfundi.