Félagsfundur 1. júní, 2017 Félagsfundur Samtakanna ‘78 Starfsárið 2017 – 2018 1. félagsfundur Þann 1. júní 2017 var haldinn félagsfundur í húsnæði Samtakanna ‘78 að Suðurgötu 3 kl. 20:00. Fundinn sátu 19 félagsmenn og telst því fundurinn löglegur. María Helga Guðmundsdóttir, formaður, setur fundinn 20:10 1. Starfsáætlun starfsárið 2017-2018 Starfsáætlunin kynnt og rædd. Þess er getið að allt á áætluninni fram að júní hefur verið lokið nema opna samtal við stjórnir hagsmunafélaga Samtakanna ‘78. Starfsáætlunina má finna hér. Hugmyndir vegna Stonewall dagsins 27. júní: “Ráðast” inn á bari og vekja gesti til vitundar. “Partycar”. Performance arts. Engar breytingar urðu á drögunum í umræðum og mun stjórn því starfa eftir þeim. 2. Starfshópar starfsárið 2017-2018 Hugmyndir að starfshópum kynntar og ræddar. Lagt til að boðið verði upp á Skype aðgang að viðburðum, sérstaklega þeim sem beint er að fólki af erlendum uppruna. Fundi slitið 21:45 Fundargerð ritaði Álfur Birkir Bjarnason, ritari