9. Stjórnarfundur

Stjórn Samtakanna ‘78

Starfsárið 2017 – 2018

9. fundur

Þann 22. júní 2017 var haldinn fundur að Suðurgötu 3 kl. 17:15. Fundinn sátu: María Helga Guðmundsdóttir – MHG, formaður. Benedikt Traustason – BT, gjaldkeri. Kitty Anderson – KA, alþjóðafullrúi (Skype). Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir – ÞEM, meðstjórnandi. Marion Lerner – ML, áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs í stjórn. Sólveig Rós – SR, fræðslustýra. Elísabet Thoroddsen – ET, húsvörður.

Fundur settur 17:19

1. Nýr húsvörður kynnir sig fyrir stjórn

ET, nýr húsvörður kom á fund stjórnar þar sem stjórn kynnti sig. Farið var almennt yfir verkaskiptingu stjórnar og hlutverk aðaltorgs. Sigurður Júlíus ætlar útbúa netfang, salur@gamli.samtokin78.is fyrir húsvörðinn sem mun annast útleigu á salnum að Suðurgötu. SR mun uppfæra vef með nýju netfangi.

Elísabet Thoroddsen – gengur af fundi 17:26

2. Samþykkt fundargerðar

Fundargerð 7. fundar samþykkt.

3. Aðild að SOGICA Project Friends

MHG fór almennt yfir SOGICA verkefnið, tilgang, fjármögnun þess o.fl. SOGICA er verkefni sem snýst um hælisumsóknir hinsegin fólks, Sexual Orientation and Gender Identity Claims of Asylum. MHG hitti einn forsprakka þessa verkefnis, Nuno Ferreira, á ráðstefnunni í HÍ nýverið og hann hvetur okkur til að gerast hluti af tengslaneti einstaklinga og félagasamtaka sem þau eru að mynda, SOGICA Project Friends.

MHG spurði út í þær skuldbindingar sem aðild að verkefninu hefði í för með sér og fékk eftirfarandi svör:  “There are no formal responsibilities or fee – we are simply establishing a group of contacts comprised of people working around the world on SOGI asylum and migration issues. The purpose is to share information and support one another’s work. … I do hope your board will agree to join the group and if so, please let me know if the main contact is you as an individual or Samtökin ’78 as an organisation. Regardless of your board’s decision, please let us know if you have publications or projects you would like us to promote through our social media and website and perhaps we could do likewise?

Samþykkt var að MHG myndu sækja um aðild Samtakanna að verkefninu og ætlar MHG vera tengiliður stjórnar við verkefnið.

4. Framtíð Mannréttindaskrifstofu Íslands

Kitty fór yfir hugmyndir núverandi dómsmálaráðherra um stofnun innlendrar mannréttindastofnunar með lögum, sem tæki að mestu eða öllu leyti við hlutverki MRSÍ. Kitty, Sólveig Rós og María sátu fund hjá MRSÍ fyrr í dag og kynna umræður sem fóru fram þar um þessar yfirvofandi breytingar og viðbrögð við þeim.

Farið var yfir hugsanleg viðbrögð Samtakanna við mögulegum breytingum á MRSÍ og stofnun nýrrar mannréttindastofnunar.

5. Afmælisirit – mögulegt tilboð frá Moral Sentiments

Atli Fanndal rekur lítið útgáfufyrirtæki, Moral Sentiments, og hefur áhuga á að taka að sér umsjón með útgáfu afmælisritsins. Þetta gæti m.a. falið í sér fjármögnun (að sækja um styrki og leita styrktaraðila), einhver greinaskrif, ritstjórn og leit að tilboðum í prentun og dreifingu. MHG átti fund við Atla 9. júní og greindi frá þeim hugmyndum sem komu þar fram. Rætt var um blaðið og að þann vilja stjórnar að félagsmenn ættu að hafa sem mesta aðkomu að blaðinu. MHG  mun leita að áhugasömum einstaklingum í ritnefnd.

6. Bókagjöf Þorsteins Antonssonar

Erindi barst frá Þorsteini Antonssyni þar sem hann óskar eftir því að færa Samtökunum bækur að gjöf. Stjórn þiggur bækurnar með kærum þökkum.

7. Nýting húsnæðis á hinsegin dögum

Hinsegin dagar leggja til að fyrirkomulag í kringum við húsnæði verði svipað og undanfarin ár. Var það fyrirkomulag samþykkt.

Fundi slitið 18:42

Fundargerð ritaði Benedikt Traustason