Kæru félagar, Frá 23. maí verður sumarhlé gert á föstum viðtalstímum mínum, sem verið hafa á þriðjudögum kl. 15:30–17:30. Eftir sem áður er hægt að mæla sér mót við mig með því að senda póst á formadur@gamli.samtokin78.is. Viðtalstímar munu hefjast aftur um miðjan ágúst, í vikunni eftir Hinsegin daga. Njótið sumarsins og takk fyrir samtölin í vetur! Með kærri kveðju, María Helga