Aðalfundur Samtakanna '78 fór fram síðastliðinn laugardag. Þar mættu hátt í 60 félagsmenn til að fara yfir liðið starfsár, kjósa í stjórn og trúnaðarráð og kjósa um breytingar á lögum og um önnur mál. Mikill einhugur var á fundinum og þrátt fyrir ólíkar skoðanir var öll umræðan málefnaleg. Ráðist var í víðtækar breytingar á lögum sem kynntar verðar nánar á næstunni. Við þökkum öllum þeim sem mættu og tóku þátt, hjartanlega fyrir komuna og fyrir sitt framlag á fundinum. Stjórn Samtakanna '78 fyrir starfsárið 2017 – 2018 lítur svona út: María Helga Guðmundsdóttir, formaður Sigurður Júlíus Guðmundsson, varaformaður Álfur Birkir Bjarnason, ritari Benedikt Traustason, gjaldkeri Kitty Anderson, alþjóðafulltrúi Guðmunda Smári Veigarsdóttir, meðstjórnandi Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, meðstjórnandi Trúnaðarráð Samtakanna '78 fyrir starfsárið 2017 – 2018 lítur svona út: Alda Villiljós Andrés Peláez Guðjón Ragnar Jónasson Guðný Guðnadóttir Ingileif Friðriksdóttir Jóhann G. Thorarensen Marion Lerner Ragnhildur Sverrisdóttir Reynir Þór Eggertsson Sigríður J. Valdimarsdóttir Þá eru skoðunarmenn reikninga: Heiður Björk Friðbjörnsdóttir Sigurjón Guðmundsson Eftirfarandi félög eiga hagsmunaaðild að Samtökunum '78 starfsárið 2017-2018 og þar með rétt til að skipa tvo fulltrúa í hagsmunaráð. BDSM á Íslandi Félag hinsegin foreldra Hinsegin dagar Hinsegin kórinn HIN – Hinsegin Norðurland Intersex Ísland Íþróttafélagið Styrmir Q – Félag hinsegin stúdenta Trans-Ísland Fundargerð aðalfundar verður birt á heimasíðunni innan skamms.