20. Stjórnarfundur

Stjórn Samtakanna ‘78

Starfsárið 2016 – 2017

20. fundur

Þann 15. mars 2017 var haldinn fundur að Suðurgötu 3 kl. 19:30. Fundinn sátu: María Helga Guðmundsdóttir – MHG, formaður. Álfur Birkir Bjarnason – ÁBB, varaformaður. Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir – ÞEM, ritari. Benedikt Traustason – BT, gjaldkeri. Kitti Anderson – KA, alþjóðafulltrúi. Sigurður Júlíus Guðmundsson – SJG, meðstjórnandi. Erica Pike – EP, áheyrnarfulltrúi í stjórn. Helga Baldvins- Bjargardóttir – HBB, framkvæmdastýra.

Fundur settur 19.30

1. Samantekt frá Möltu

frestað

2. Samantekt frá Búkarest

frestað

3. Ályktun um stefnuskrá Andrýmis

frestað

4. Ráðning húsvarðar

frestað, lagt til að það verði haldinn sér umræðufundur

5. Tilnefning varafulltrúa í stjórn Mannréttindaskrifstofu Íslands

frestað

6. Hinsegin Tangó, fimmtudagskvöld og greitt af S’78 eða annað kvöld?

Vel inni í myndinni að S’78 borgi eitt fimmtudags-tangó-kvöld. Einnig lagt til að ef áhugi reynist mikill verði fundin önnur tímasetning fyrir framhald, annaðhvort regluleg kvöld eða stutt námskeið.

7. Hópferðir í bíó, Hjartasteinn og Moonlight

Mikill áhugi á hvoru tveggja. Ákveðið að skoða það að halda sýningu í Bíó Paradís á Moonlight, mögulega með pallborðsumræðum eftir á. Frekari umræðu frestað fram á næsta fund.

8. ILGA Reccommendations

Samtökunum gefst kostur á að leggja línurnar varðandi forgangsmál á Íslandi fyrir næsta Regnbogakort ILGA. Meðal annars er bent á almenna jafnréttislöggjöf sem bannar mismunun og löggjöf um málefni intersex og trans fólks.

Fundi slitið 19.55

Fundargerð ritaði Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir