16. Stjórnarfundur 25. janúar, 2017 Stjórn Samtakanna ‘78 Starfsárið 2016 – 2017 16. fundur Þann 25. janúar 2017 var haldinn fundur í húsnæði Samtakanna ‘78 að Suðurgötu 3 klukkan 8:55. Fundinn sátu: María Helga Guðmundsdóttir – MHG, formaður. Benedikt Traustason – BT, gjaldkeri. Álfur Birkir Bjarnason – ÁBB, ritari. Sigurður Júlíus Guðmundsson – SJG, meðstjórnandi. Erica Pike – EP, áheyrnarfulltrúi í stjórn. Helga Baldvins- Bjargardóttir – HBB, framkvæmdastýra. Sólveig Rós – SR, fræðslustýra. Fundur settur 8:55 – 25. janúar 2016. Fundargerð síðasta fundar Fundargerð 15. fundar samþykkt. Erindi frá Andrými Leggjum til að trúnaðarráð taki erindið upp. MHG býðst til að kynna erindið fyrir trúnaðarráði. Hækkunin á félagsjöldum (Valitor búið að rukka) Bakfærum færslur sem farnar eru og sendum inn aftur síðar. Erindi frá Bryndísi Ruth um kaup á dóti í barnahorn 15.000 kr. Úthlutað í kaup á dóti í barnahorn. Viðhorfskönnun, auglýsing félagsfundar, afsl.hún pabbi Félagsfundur færður til 16. Febrúar. Auglýsum viðhorfskönnun, samtakamáttinn og afslátt á Hún pabbi. Afsláttur hinseginfélaga á fræðslum Samtakanna ‘78 Ákveðið að veita hinseginfélögum afslátt af fræðslum á viðburðum á þeirra vegum til reynslu. Þetta þarf að ræða betur. Fundi slitið: 9:50 Fundargerð ritaði Álfur Birkir Bjarnason