Nú styttist í þjóðfund hinsegin fólks þar sem fólki gefst færi á að móta stefnu Samtakanna '78 til framtíðar! Öll áhugasöm eru hvött til að mæta í Ráðhúsið laugardaginn 11. febrúar milli 13 og 17 og koma hugmyndum sínum á framfæri. Hægt er að setjast á 10 mismunandi borð eftir málaflokkum. Þrátt fyrir það byrjar fundurinn á því að allir þátttakendur byrja á að skrifa niður hugmyndir fyrir alla málaflokkana og þær tillögur eru svo sendar á viðeigandi borð til úrvinnslu. Undir hverjum málaflokki eru dæmi um umræðuefni en ekki tæmandi listi. 1. Samtökin 78 og hinsegin félagsstarf -Hagsmunafélögin -Stefna og hugmyndafræði -Ímynd og kynning 2. Að eldast hinsegin -Heilbrigðisþjónusta -Félagslíf -Hinseginvæn dvalar- og elliheimili 3. Hinsegin hælisleitendur -Hvernig styðjum við hinsegin hælisleitendur? -Hvernig þrýstum við á breytingar í málefnum hinsegin hælisleitenda? 4. Lýðheilsa, kynlíf og kynheilbrigði -Andleg líðan hinsegin fólks -Kynheilbrigði og hinseginvæn kynfræðsla -Kynsjúkdómar og útbreiðsla 5. Réttindabarátta -Hvað hefur áunnist, hvað er eftir og hvernig náum við árangri? -Forgangsröðun og mótun markmiða 6. Erlent og innlent samstarf -Hvernig styðjum við réttindabaráttu hinsegin fólks erlendis, hvað getum við lært af öðrum þjóðum? -Hvað á hinsegin fólk sameiginlegt með öðrum hópum og hvernig náum við samstarfi við þá hópa? -Hvernig styðjum við hinsegin félög úti á landi? 7. Félagslíf og menning -Hvernig eflum við félagslíf og menningu hinsegin fólks? -Hvernig varðveitum við sögu hinsegin fólks? -Íþróttir og hinseginvæn íþróttamenning 8. Hinsegin samfélagið -Hvernig stuðlum við að gagnkvæmum skilningi og virðingu innan hinsegin samfélagsins? -Sýnileiki hinseginleikans í samfélaginu? 9. Fræðsla -Hverja þarf að fræða, hvernig og um hvað? -Fjölmiðlar og staðalmyndir 10. Fjölskyldur, fjölskyldutengsl og sambönd -Hinsegin fjölskyldur -Ættleiðingar og barneignir hinsegin fólks, réttindi og tækifæri? -Stefnumótamenning