8. Stjórnarfundur

Stjórn Samtakanna ‘78

Starfsárið 2016 – 2017

08. fundur

Mánudaginn 03. nóvember 2016 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78 í húsnæði samtakanna að Suðurgötu 3 í Reykjavík. Fundinn sátu María Helga Guðmundsdóttir, formaður – MHG, Unnsteinn Jóhannsson, varaformaður – UJ, Kitty Anderson, alþjóðafulltrúi – KA, Álfur Birkir Bjarnason, meðstjórnandi – ÁBB, og í gegnum Skype Guðmunda Smári Veigarsdóttir, meðstjórnandi – GSV. Einnig sátu fundinn Auður Magndís Auðardóttir, framkvæmdastjóri – AMA og Sólveig Rós áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs og fræðslustýra – SR.

Fundur settur kl 08:00

Dagskrá
  1. Fundargerð síðasta fundar
  2. Sjálfboðaliðapartý
  3. Fjárhagsáætlun  – Bókari félagsins mun gefa stjórn stöðuuppfærslu
  4. Ferð ráðgjafa til Linz
  5. Af fundi við Íslenska erfðagreiningu

 

1. Fundargerð síðasta fundar

Frestað. Stjórnarmeðlimir þurfa að lesa yfir fundargerðir.

2. Sjálfboðaliðapartý

Ætlað er að um 30 manns mæti. SR tekur að sér að kaupa veitingar og skipuleggja einhverja leiki til að brjóta ísinn. Formaður flytur ræðu, þakkar sjálfboðaliðum fyrir vel unnin störf.

3. Fjárhagsáætlun – Bókari félagsins mun gefa stjórn stöðuuppfærslu

Fjárhagsáætlun félagsins er komin inn á umræðuvettvang stjórnar. BT og framkvæmdastýra yfirfara fjárhagsáætlun saman. Aðrir stjórnarmeðlimir fara einnig yfir hana.

Hugmynd kom upp um að eyrnamerkja ákveðna prósentu leigutekna af sal í verkefnasjóð fyrir hælisleitendur, hagsmunafélög og húsnæðissjóð.

4. Ferð ráðgjafa til Linz

Ráðgjafar S78 fara í apríl. Við fengum styrk frá ESB en hann dugar ekki fyrir öllum kostnaði vegna þess að hann er miðaður við ferðir innan meginlands Evrópu. Umsýslustyrkur er 80.000 kr. Ef umsýslustyrkur er nýttur í ferðakostnað auk 75.000 kr. styrks frá félaginu verður námsferðin viðráðanleg fyrir okkar ráðgjafa. Samþykkt einróma.

Framkvæmdastjóri mun senda upplýsingar á KA sem mun bjóða fram aðstoð við bókanir og slíkt ef ráðgjafar óska eftir.

5. Af fundi við Íslenska erfðagreiningu

Íslensk erfðagreining fundaði með stjórn S78. ÍE vill fara af stað með rannsókn þar sem leitað verður að erfðafræðilegum grundvelli samkynhneigðar og vill vinna hana í samstarfi við Samtökin ‘78. Stjórn óskar eftir formlegri samstarfsbeiðni vegna þessarar rannsóknar. Slíka samstarfsbeiðni þarf að ræða á stjórnarfundi og trúnaðarráðsfundi og bera undir félagsfund.

Fundi slitið 13:45

Fundargerð ritaði Álfur Birkir Bjarnason, meðstjórnandi