Stjórn Samtakanna ‘78
Starfsárið 2016 – 2017
Einnig sat fundinn Sólveig Rós Áheyrnarfulltrúi og fræðslustýra – SR
1. Fundargerðir síðustu funda
2. Vikan sem var
3. Vikan framundan
Fundur settur 9:46
2. Vikan sem var
Fræðslustýra fór með hinsegin fræðslu í FG og fer í fyrramálið í þjónustumiðstöð Árbæjar. Fræðslustýra enn að fara yfir bókhaldið vegna rukkana fyrir fræðslur.
Vikan framundan.
BT á fund við fráfarandi bókara í dag.
BT hittir „Að eldast hinsegin“ hópinn í næstu viku.
Stjórn þarf að yfirfara gögn fyrir ráðningu framkvæmdastýru.
Vinnutilhögun framkvæmdastýru eftir 1. nóv
MHG leggur til að fræðslustýra verði í 80% starfi (40% fræðsla, 40% framkvæmdastýruaðstoð) og framkvæmdasjóri starfi 50% og fái greitt fyrir vinnu að Hinsegin handbók sem samsvarar 10% starfshlutfalli vegna gildandi samnings við stjórn. Framkvæmdastýra og fræðslustýra munu samræma dagbækur svo engin skerðing verði á opnunartíma skrifstofu.
Ráðningarferlið
Enginn í stjórn hefur íhugað að sækja um stöðu framkvæmdastýru og því mega allir stjórnarmeðlimir hafa aðgang að ráðningargögnum.
Mannauðsráðgjafar: Vala Jónsdóttir getur ekki aðstoðað okkur en Ragnheiður Stefánsdóttir er búin að lýsa sig tilbúna til að vera með.
MHG tók saman gögnin síðan síðast og óskar eftir yfirlestri frá stjórn. Framkvæmdastjóri þarf að fara yfir verklýsinguna. MHG mun biðja Ragnheiði að yfirfara gögnin þar að auki.
Samþykkt er að auglýs starfið í Fréttablaðinu og á Facebook. ÁBB heldur utan um auglýsinguna.
SR leitar til Sigurðar Júlíusar Vara áheyrnarfulltrúa Trúnaðarráðs um að taka við hlutverki áheyrnarfulltrúa þegar ráðningar eru ræddar.
Laun Hrefnu vegna ungliðastarfs
Styrkurinn frá Reykjavíkurborg vegna ungliðastarfsins dugar aðeins fyrir launum Hrefnu út október. Því vantar tveggja mánaða brú til að klára þetta almanaksár.
Samþykkt er að brúa laun Hrefnu út nóvember og endurskoða fjárhagsstöðuna þá vegna þess að við höfum ekki yfirsýn í dag fyrir lengra tímabil.
Erindi til stjórnar:
Q-félagið vill fá að geyma dýran búnað í læstum skáp á Suðurgötunni. Við höfum ekkert á móti því að geyma það hér en við getum ekki tekið ábyrgð og eigum ekki læstar hirslur. Skoðum það betur.
Önnur mál
Rætt er um þörfina á öryggiskerfi og viðraður sá möguleiki að hafa talnalás á húsinu frekar en lyklalás.