4. Stjórnarfundur

Stjórn Samtakanna ‘78

Starfsárið 2016 – 2017

 
04. fundur
 

Þriðjudaginn 16. október 2016 kl 12:00 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78 í húsnæði samtakanna að Suðurgötu 3 í Reykjavík. Fundinn sátu: María Helga Guðmundsdóttir formaður, Kitty Anderson alþjóðafulltrúi, Álfur Birkir Bjarnason meðstjórnandi, Unnsteinn Jóhannsson varaformaður, Júlía Margrét Einarsdóttir ritari. Einnig sat fundinn Auður Magndís Auðardóttir framkvæmdastýra.
Forföll boðaði: Benedikt Traustason gjaldkeri
 

1. Fundargerð síðustu funda

Dagskrárliður færður til næsta fundar

2. Vikan framundan

Nú er Auður komin í 50% starf en samþykkt er á fundi að frá og með mánudeginum 10.október verður hún í 80% starfi hjá okkur og mun vinna 20% að Hinsegin handbók.
Í næstu viku: María verður með viðtalstíma. Jafnréttisdagar eru að byrja hjá HÍ og Q félagið er með bæklinga. Nú er í gangi prentun nafnskírteina og svo fer að líða að því að Auður og Kitty fari til Kýpur. Guðmunda hittir Fríðu brátt á fundi um húsnæðismálin. Við eigum fund við bókara á fimmtudag í næstu viku og þá munu María, Auður og Benedikt hitta hana til að skerpa á starfinu og semja verklýsingu. Álfur mun klára í næstu viku að fá póst frá öllu starfsfólki og sjálfboðaliðum, myndir og stutta lýsingu og setja inn á vefinn.

3. Fjárhagsáætlun

Fjárhagsáætlun er rædd. Lagt er til að haft verði samband við bókara strax og hún beðin um að senda okkur drög að fjárhagsáætlun sem fyrst. Unnsteinn og Kitty leggja til að framkvæmdastjóri fái aðgang að bókhaldskerfi félagsins sem er samþykkt. Til að geta gert fjárhagsáætlunina þarf Auður að komast yfir fjárhagsáætlun síðasta árs frá Guðrúnu. Við þurfum að fá fjárhagsáætlunina fyrir næsta ár tímanlega, helst a.m.k. þremur vikum fyrir 17.nóv. Auður mun senda Guðrúnu póst þess efnis.

4. Ég er ég myndböndin

Nokkur myndbandanna eru ekki farin út, m.a. trans-myndbandið þar sem einn einstaklingur í myndbandinu dró sig úr verkefninu. Við þurfum að skoða hvað er hægt að gera til að klippa þann einstakling út úr myndbandinu. Ákveðið er að halda áfram að setja myndböndin út á næstunni, en geyma trans-myndbandið þar til síðar þar sem þörf er á að vinna það frekar. Kitty leggur til að myndböndunum verði einnig hlaðið upp á YouTube.

5. Lokaundirbúningur félagsfundar

Unnsteinn og María leggja til að María hefji fundinn á að kynna starfsáætlun stjórnar og leiti eftir tillögum frá fundargestum. Unnsteinn mun kynna nefndarstörfin og framboðin í nefndirnar. Sumir hafa boðið sig fram sem ekki komast á fundinn. Ekki verður kosið í nefndirnar en öllum áhugasömum gefinn kostur á að sitja í þeim. Þegar frágengið er hverjir verða í hvaða hóp mun hver hópur setjast saman og ræða málin. Við munum hvetja alla fundargesti til að taka þátt í vinnu með einhverjum hópi. Nú þegar hafa borist sex framboð í nefndir, tvö í starfshóp um málefni hinsegin eldri borgara, þrjú í lagabreytinganefnd, eitt í samstöðunefnd, eitt í stuðningshóp fyrir flóttafólk og hælisleitendur.
Stjórnarmeðlimir hafa boðið sig fram í eftirfarandi nefndir: Júlía og Guðmunda munu sitja í félagsmálanefnd, Benedikt í hinsegin eldri borgara, Kitty í flóttafólk og hælisleitendur, María og Unnsteinn í samstöðunefnd og Álfur í lagabreytinganefnd.

Eftir félagsfundinn mun Unnsteinn taka pásu til 29. október. Hann mun koma aftur í nóvember og verður innan handar, en á öðrum vettvangi mun hann draga sig í hlé.

6. Fræðsla / samtal við frambjóðendur til Alþingis

Komið hefur upp hugmynd að hafa fræðslu frá okkur og samtal við frambjóðendur til Alþingis. Best væri að sá viðburður færi fram tveimur vikum fyrir kosningar. María leggur til að við tökum hann um a.m.k. viku fyrir kosningar. Þetta á ekki að vera hugtakafræðsla heldur umræða um hvað fólk á löggjafarþingi getur gert til að styðja við baráttu hinsegin fólks.

Auður leggur til að þetta verði bæði hugtakafræðsla sem og að leggja fram óskalista til stjórnvalda um hvað við myndum vilja að þau gerðu fyrir okkur. Auður leggur til að fundurinn fari fram 17.október því þá er hún enn ekki farin út. Fyrsta skrefið er að senda út póst til allra framboða og í framhaldi verður send út fréttatilkynning um málið.

Fundi slitið: 13:12

Fundargerð ritaði: Júlía Margrét Einarsdóttir ritari