Eins og tilkynnt hefur verið verður aðalfundur Samtakanna '78 fyrir starfsárið 2016-17 haldinn 11. september næstkomandi. Staður og stund verða nánar auglýst fljótlega. Rétt til fundarsetu hafa allir skráðir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjöld ársins 2016. Hægt er að skrá sig sem félaga hér. Minnt er á að lagabreytingartillögur skulu berast eigi síðar en 11. ágúst nk. og að mælst er til þess að umsóknir um hagsmunaaðild að félaginu berist á sama tíma. Hvort tveggja má senda á netfangið skrifstofa@gamli.samtokin78.is. Að þessu tilefni kallar kjörnefnd Samtakanna '78 eftir framboðum til stjórnar, trúnaðarráðs og skoðunarmanna reikninga, auk ábendinga um áhugasama frambjóðendur. Frambjóðendur vinsamlega sendi framboð þar sem tilgreint er hvaða embætti frambjóðandi sækist eftir og eftirfarandi spurningum svarað: 1. Spurningar fyrir alla frambjóðendur 1.1 Nafn og aldur 1.2 Menntun og starf 1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram) 1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna '78 2. Spurningar fyrir frambjóðendur í stjórn 2.1 Hvert er mat þitt á stöðu Samtakanna '78 í dag og þeim verkefnum sem unnið hefur verið að á síðustu árum? 2.2 Hver er þín sýn á starf Samtakanna '78 næstu 2-3 ár og á hvaða sviði telur þú þig geta lagt mest af mörkum? (Hvaða verkefnum þarf að sinna, í hvaða aðgerðir þarf að ráðast og svo framvegis) 3. Spurningar fyrir frambjóðendur í trúnaðarráð 3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2016-2017 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.) 3.2 Annað sem þú vilt koma á framfæri? Samkvæmt grein 3.3 í lögum Samtakanna ‘78 getur frambjóðandi tilgreint varaframboð sem tekur gildi nái viðkomandi ekki kjöri í tilsett embætti. Framboð (og varaframboð sé þess óskað) skulu berast á netfangið kjornefnd@gamli.samtokin78.is í síðasta lagi 28. ágúst. Í kjörnefnd sitja: • Gunnlaugur Bragi Björnsson • Svanhvít Sif Björnsdóttir • Tótla I. Sæmundsdóttir Nánari upplýsingar um störf stjórnar og trúnaðarráðs má finna í lögum Samtakanna ’78. Einnig má hafa samband við kjörnefnd á ofangreindu netfangi. Verklagsreglur kjörnefndar um framkvæmd kosninganna má nálgast hér.