Ný stjórn Samtakanna '78 var valin á aðalfundi félagsins í gær, laugardaginn 5. mars 2015. Þá var kosið í trúnaðarráð, um félagslega skoðunarmenn reikninga og um hagsmunaaðild tveggja félaga, HIN – Hinsegin Norðurland og BDSM á Íslandi. Hagsmunaaðild beggja félaga var samþykkt en aðild BDSM Ísland hefur reynst umdeild. Nýkjörin stjórn vinnur nú að yfirlýsingu varðandi þetta mál og er hennar að vænta í fyrramálið, mánudaginn 7. mars 2016, ásamt fundargerð aðalfundar. Eftirfarandi skipa stjórn félagsins starfsárið 2016-17: Formaður: Hilmar Hildar Magnúsarson Varaformaður: Ásthildur Gunnarsdóttir Gjaldkeri: Heiður Friðbjörnsdóttir (ein í framboði og því sjáfkjörin) Ritari: Júlía Margrét Einarsdóttir (ein í framboði og því sjálfkjörin) Alþjóðafulltrúi: Kitty Anderson (ein í framboði og því sjálfkjörin) Meðstjórnandi: Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Meðstjórnandi: Unnsteinn Jóhannsson Eftirfarandi voru kjörin í trúnaðarráð starfsárið 2016-17: Auður Emilsdóttir Benedikt Traustason Daníel Arnarsson Hafsteinn Himinljómi Sverrisson Kjartan Þór Ingason María Helga Guðmundsdóttir Óskar Steinn Ómarsson Sigurður Þorri Gunnarsson Sólveig Rós Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Þá voru félagslegir skoðunarmenn reikninga kjörnir: Sigurjón Guðmundsson Sverrir Jónsson