Fréttir

Tilkynning frá kjörnefnd

Á aðalfundi Samtakanna ’78 laugardaginn 5. mars kl 14 verður m.a. gengið til atkvæða um fulltrúa í stjórn félagsins á komandi ári, fulltrúa í trúnaðarráð og um hagsmunaaðild tveggja félaga.

Kosning á aðalfundi fer fram samkvæmt lögum félagsins. Til að koma til móts við félaga í Samtökunum ’78 sem ekki eiga heimangengt n.k. laugardag hefur kjörnefnd ákveðið:

  • Opið verður fyrir kosningu utan kjörfundar á skrifstofu Samtakanna ’78 að Suðurgötu 3 föstudaginn 4. mars milli kl. 14:00 og 16:00. Það skal áréttað að vegna ákvæðis um varaframboð í lögum félagsins nær kosning utan kjörfundar aðeins til stjórnarkjörs og kosningar um aðild nýrra hagsmunafélaga að Samtökunum ’78.

  • Félagi getur veitt öðrum aðila umboð til að fara með atkvæði umboðsgjafa á aðalfundi eða í utankjörfundarkosningu. Notast skal við staðlað umboð sem kjörnefnd hefur gefið út. Sjá hér.  Fylla þarf umboðið út í tölvu, prenta það út og undirrita. Umboðshafi mætir svo með frumritið á aðalfund eða til utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Senda má póst á kjornefnd@gamli.samtokin78.is ef frekari upplýsinga er óskað.

Það skal áréttað að kosning á aðalfundi fer fram samkvæmt lögum félagsins og því er aðeins opið fyrir kosningar undir tilgreindum dagskrárliðum. Athygli er vakin á að atkvæði greidd utan kjörfundar og samkvæmt umboðum eru háð samþykki aðalfundar.

Með góðri kveðju,
Kjörnefnd