1. Stjórnarfundur 13. apríl, 2015 Ár 2015, mánudaginn 13. apríl kl.17.30 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78 á Kex Hostel við Skúlagötu í Reykjavík. Fundinn sátu Hilmar Hildarson Magnúsarson formaður (HHM), María Rut Kristinsdóttir varaformaður (MRK), Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir alþjóðafulltrúi (AÞÓ), Steina Dögg Vigfúsdóttir gjaldkeri (SDV), Kitty Anderson meðstjórnandi (KA) og Sesselja María Mortensen áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs (SMM). Einnig sat fundinn Árni Grétar Jóhannsson framkvæmdastjóri (ÁGJ). Forföll: Matthew Deaves meðstjórnandi (MD) og Jósef Smári Brynhildarson ritari (JSB). Dagskrá: Húsnæðismál: Framkvæmdir á Suðurgötu 3 Fjármál og félagatal: Samningar við ríki og borg Almennt félagsstarf: Sameiginlegur fundur stjórnar og trúnaðarráðs 18. apríl nk. Önnur mál Þetta var gert: Húsnæðismál: Framkvæmdir á Suðurgötu 3 Allar innréttingar eru komnar og bíða uppsetningar. Beðið eftir prufum á gólfefnum frá söluaðila. Málari hefur verið að störfum. Ákveðið hefur verið að taka öll loft fyrir og ganga í þá vinnu að skipta út kerfisloftum, klæða upp á nýtt og huga að lýsingu. Stefnt að formlegri opnun þann 27. júní en að starfsemi verði komin í gang nokkru áður. Helgi arkitekt er að vinna í tillögum að húsgögnum. Fjármál og félagatal: Samningar við ríki og borg Rætt um fjármögnun frá ríki og borg. Ekkert að frétta af fjármögnun frá hinu opinbera vegna 2015 en HHM kannar stöðuna reglulega hjá Reykjavíkurborg. Beðið svara frá ríki vegna umsóknar um styrk frá velferðarráðuneyti. Samþykkt að setja upp samningsmarkmið gagnvart ríki með svipuðu sniði og gagnvart borginni – þ.e. að skýra markmið, þjónustuþætti og starfsemi til að nota í viðræðum – markviss stefnumið. Rætt um að stefna á fjárlög. Almennt félagsstarf: Sameiginlegur fundur stjórnar og trúnaðarráðs 18. apríl nk. Samþykkt að fundurinn verði í Gym & Tónik salnum á Kex frá 13.00 til 17.00. Áhersla verði lögð á kynningu á starfsemi og starfshópum (og skráningu í þá), skipulag og dagskrá starfsársins og fræðslu um hugtök og nálganir. Alþjóðamál: EES Samstarfsverkefni við Spán og Noreg: No Hate Network Rætt var um EES samstarfsverkefnið Spán og Noreg og skýrði Aldís frá því. Verkefnið snýst um samvinnu á sviðum hatorsorðræðu, -glæpa og mismununar. Fjármál og félagatal: Félagatal Rætt var um félagatal. Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.00 Hilmar Hildarson Magnúsarson formaður ritaði fundargerð 1. fundur stjórnar S78 2015-16 Fundargerð PDF