Fréttir

Opnun listasýningar

Laugardaginn 21. nóvember kl. 15:35 verður opnuð sýning á málverkum eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur listmálara í Gallerí ´78, Suðurgötu 3, Reykjvavík. Þorbjörg er einn mikivægasti listmálari þjóðarinnar og hefur hlotið aðdáun og virðingu fyrir einstök málverk sem sýna fegurð íslenskrar náttúru frammifyrir sífelldum ágangi skipulagðrar eyðileggingar í kjölfar virkjanna og annara umhverfisspjalla. Þorbjörg getur því með sanni talist til náttúruverndarsinna í íslenskri samtímalist . Verk hennar eru mikilvægt framlag til þeirrar náttúruverndarumræðu sem fram fer um þessar mundir. Sýningin stendur til 9. janúar 2016.
Boðið verður upp á léttar veitingar. Aðgengilegt fyrir fólk með hreyfihömlun. Öll velkomin!