Fréttir

Hýryrði ársins kynnt

Þá er komið að því! Seinustu vikur hefur dómnefnd Hýryrða, nýyrðasamkeppni Samtakanna ‘78, setið yfir þeim fjölmörgu tillögum sem bárust í keppnina í ágúst síðastliðnum. Eftir fjölmargar yfirferðir og mikla þankaganga hefur dómnefndin komist að niðurstöðu og valið bestu nýyrðin, og mun tilkynna þau á Degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember í húsnæði Samtakanna ‘78 við Suðurgötu 3.


Húsið opnar 19:30 en bestu orðin verða lesin upp og kynnt klukkan 20. Eftir það verður opið hús, boðið upp á goskenndar veitingar og tækifæri til að kynna sér aðra viðburði og verkefni Samtakanna ‘78. Húsnæðið er aðgengilegt fyrir fólk með hreyfihömlun.