Við segjum með gleði frá því að ráðgjafaþjónustan okkur hefur fengið öflugan liðsstyrk. Það er Erna Á. Mathiesen lögfræðingur hdl. sem mun sinna lögfræðiráðgjöf til félagsfólks okkar. Hjá henni verður hægt að fá viðtalstíma án endurgjalds vegna lögfræðilegra álitaefna. Hægt er að koma með hvert það málefni sem félagsmaður óskar eftir aðstoð með en aðstoð Ernu fellst í að leiðbeina um þau lagalegu úrræði sem standa einstaklingi til boða að íslenskum rétti og innan stjórnsýslunnar. Þar með fellst ráðgjöf hennar ekki í lögmannsstörfum fyrir einstaka félagsmenn heldur í ráðgjöf um fyrstu skref og aðstoð við að meta hvaða rétt fólk á. Ef málin eru metin svo að þörf sá að viðameiri vinnu eða málarekstur býður Björg Valgeirsdóttir hjá DIKA lögmönnum félagsfólki sérkjör. Hægt er að panta tíma hjá Ernu í gegnum skrifstofu félagsins á skrifstofa@gamli.samtokin78.is eða í síma 552 7878. Dæmi um úrlausnarefni eru: Réttur í samskiptum við stofnanir, t.d. Þjóðskrá, Sýslumenn eða Tryggingastofnun. Réttur í skilnaðarmálum Réttur í forsjármálum Mat lagt á hvort um stærra mál er að ræða sem þarfnast dómsmáls