15. Stjórnarfundur 15. mars, 2015 Stjórn Samtakanna ‘78 2014 – 2015 15. fundur Ár 2015, mánudaginn 19. janúar kl.17:20 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78. Fundurinn var haldinn að Suðurgötu 3 í Reykjavík og hann sátu Hilmar Hildarson Magnúsarson formaður (HHM), Svandís Anna Sigurðardóttir varaformaður (SAS), Auður Magndís Auðardóttir meðstjórnandi (AMA), Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir meðstjórnandi (AÞÓ), Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson gjaldkeri (VIV), Gunnar Helgi Guðjónsson meðstjórnandi (GHG) . Einnig sátu fundinn Árni Grétar Jóhannsson framkvæmdastjóri (ÁGJ) og Valgerður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs (VJ). Forföll: Kamilla Einarsdóttir, ritari (KE). Fundurinn er sá fyrsti á árinu 2015 og einnig sá fyrsti formlegi frá 10. nóvember sl. Stjórn hefur þó hist óformlega nokkrum sinnum á þessu tímabili. Dagskrá: 1. Dagskrá næstu 12 vikna – 19.01.14 til 13.04.15 2. Forgangsmál 2.1 Almennt félagsstarf – Aðalfundur (ársþing), kjörnefnd o.fl. 2.2 Almennt félagsstarf – Markmiða- og verklýsingar f. fræðslu og ráðgjöf – starfshópar 2.3 Almennt félagsstarf – Sjálfboðaliðakvöldverður 2.4 Alþjóðamál – Úgandaverkefni – lok verkefnis og skýrsluskil 2.5 Fjármál og fjáröflun – Samningur við borg og fjárveitingar frá ríki – félagatal og rekstur 2.6 Fræðsla og rannsóknir – Fræðslubæklingur 2.7 Húsnæðismál – Suðurgata 3 – staða framkvæmda og næstu skref 2.8 Menning og viðburðir / Fjármál og fjáröflun – Jólabingó og -ball – uppgjör 3. Staða annarra mála frá síðasta fundi 3.1 Almennt félagsstarf – Ársþing Samtakanna ‘78 í tengslum við aðalfund 3.2 Almennt félagsstarf – Jafnréttis- og umhverfisstefna S78 3.3 Almennt félagsstarf – Félagsstarf, viðburðahópur og aðrir starfshópar/nefndir 3.4 Almennt félagsstarf – Stefnumótun S78 og Samtakamáttur 3.5 Almennt félagsstarf – Mannréttindaviðurkenning Samtakanna ´78 3.6 Alþjóðamál – „Networks against hate“ með FELGBT í Madríd og „No Hate“ ráðstefna 3.7 Fjármál og fjáröflun – Fjármál ungliða 3.8 Fræðsla og rannsóknir – Lögreglubæklingur 3.9 Fræðsla og rannsóknir – Fræðsla um fötlun til ráðgjafa 3.10 Fræðsla, og rannsóknir – Fræðslufundur í Ráðhúsi 3.11 Hatursglæpir og hatursorðræða – skráning, tölfræði og birting 3.12 Lýðheilsa og íþróttir – Hinsegin jóga og fleira 3.13 Lýðheilsa og íþróttir – Lýðheilsuhópur og verkefnisstjórn um HIV tékk 3.14 Menning og viðburðir – Minningardagur transfólks 20. nóvember 2014 3.15 Menning og viðburðir – Alþjóðlegi AIDS dagurinn 1. desember 3.16 Ráðgjöf – lögfræðiráðgjöf, stjórnsýsluerindi o.fl. 3.17 Réttindabarátta og löggjöf – Starfshópur ráðherra um málefni hinsegin fólks 3.18 Réttindabarátta og löggjöf – Starfshópur um fjölskyldustefnu 3.19 Upplýsinga- og kynningarmál – Heimasíða og Facebook 3.20 Upplýsinga- og kynningarmál – Stattu með! 3.21 Upplýsinga- og kynningarmál – Þýðing á barnaefni og útgáfa 4. Önnur mál Þetta var gert: 1. Dagskrá næstu 12 vikna – 19.01.14 til 13.04.15 dagsetning kl. viðburður/verkefni staður 19.01.15 17.15 Stjórnarfundur Suðurgata 3 25.01.15 17.30 Ungliðar Óákveðið 28.01.15 20.00 Aðstandendur trans fólks Hallveigarstaðir 01.02.15 17.30 Ungliðar Óákveðið 02.02.15 17.15 Stjórnarfundur Suðurgata 3 04.02.15 20.00 Trans Íslnad Óákveðið 08.02.15 17.30 Ungliðar Óákveðið 15.02.15 17.30 Ungliðar Óákveðið 06.02.15 17.15 Stjórnarfundur Suðurgata 3 21.03.15 19.00 Sjálfboðaliðakvöldverður óákveðið 22.02.15 17.30 Ungliðar Óákveðið 01.03.15 17.30 Ungliðar Óákveðið 02.03.15 17.15 Stjórnarfundur Suðurgata 3 08.03.15 17.30 Ungliðar Óákveðið 15.03.15 17.30 Ungliðar Óákveðið 16.03.15 17.15 Stjórnarfundur Suðurgata 3 21.03.15 17.15 Aðalfundur Samtakanna ‘78 Suðurgata 3 22.03.15 17.30 Ungliðar Suðurgata 3 29.03.15 17.30 Ungliðar Suðurgata 3 05.04.15 17.30 Ungliðar Suðurgata 3 12.04.15 17.30 Ungliðar Suðurgata 3 2. Forgangsmál 2.1 Almennt félagsstarf – Aðalfundur (ársþing), kjörnefnd o.fl. Aðalfundarboð fór út 14. janúar sl. þar sem kallað var eftir framboðum og tillögum fyrir aðalfundinn þann 21. mars nk. HHM mun ræða aðalfund í sínum pistlum og hann verður einnig auglýstur aftur á vef ogpóstlista, með öllum frestum (sjá hér að aftan) sem fyrst. Ábyrgð: ÁGJ og HHM. – Í vinnslu. Kjörnefnd Á félagsfundi þann 19. nóvember voru Matthías Matthíasson, Anna Kristjánsdóttir og Anna Pála Sverrisdóttir kosin í kjörnefnd og eru þau nú að störfum við að hvetja félagsfólk til framboða. Ábyrgð: ÁGJ, HHM og SAS, auk kjörnefndar. – Í vinnslu. Ársskýrsla Ársskýrsla verði tilbúin 2 vikum fyrir fund, þann 7. mars, þannig að hægt verði að birta og senda upplýsingar til félagsfólks í tíma fyrir aðalfund. Allt efni hafi borist fyrir 1. mars. HHM mun hafa samband við fólk og kalla eftir efni. Ábyrgð: HHM og ÁGJ. – Í vinnslu. Félagatal og greiðsla félagsgjalda Pétur Óli Gíslason hefur haldið utan um félagatal í samvinnu við VIV og ÁGJ sem munu sjá til þess að allt verði tilbúið hvað það varðar f. aðalfund. Félagsfólk sem gert hefur upp félagsgjöld fyrir árið 2015 er gjaldgengt á fund. Hægt verður að ganga frá greiðslum í upphafi fundar. Ábyrgð: ÁGJ og VIV. – Í vinnslu. Lagabreytingar og umsóknir hagsmunafélaga Tillögur þurfa að hafa borist stjórn mánuði fyrir aðalfund eða 21. febrúar og verður það auglýst sem fyrst. Stjórn hyggst leggja fram lagabreytingar a.m.k. er varða grein 1.2 um markmið félagsins – og ávarpa þar einnig intersex fólk. Intersex Ísland hyggst sækja um aðild að S78 og er unnið að umsókn. Ábyrgð: ÁGJ, SAS, HHM. – Í vinnslu. 2.2 Almennt félagsstarf – Markmiða- og verklýsingar f. fræðslu og ráðgjöf – starfshópar Ákveðið að þær markmiðalýsingar sem unnar hafa verið um ráðgjöf og fræðslu v. samningaviðræðna við Reykjavíkurborg verði notaðar sem grunnlýsingar f. þjónustuna. Skjölin eru lifandi og taka breytingum eftir því sem þjónustan þróast. Upplýsingarnar eru mikilvægar til að skilgreina starf samtakanna og segja frá starfinu og verði settar á heimasíðu sem fyrst og í annað upplýsingaefni um S78. Upplýsingar um fræðslunefnd og ráðgjafahóp einnig aðgengilegt á heimasíðu ásamt möguleikum á þátttöku í starfinu. Ábyrgð: ÁGJ, USJ, SAS og HHM. – Í vinnslu. 2.3 Almennt félagsstarf – Sjálfboðaliðakvöldverður Samþykkt að bjóða sjálfboðaliðum í kvöldverð þann 21. febrúar nk. ÁGJ skipuleggur stað og stund en GHG sér um mat. HHM mun ræða þetta í vikupósti en svo verði sent boð á sjálfboðaliða. ÁGJ uppfærr lista og kynnir stjórn til útsendingar. Ábyrgð: ÁGJ og GHG. – Í vinnslu. 2.4 Alþjóðamál – Úgandaverkefni – lok verkefnis og skýrsluskil HHM átti ásamt Ásthildi Gunnarsdóttur verkefnisstjóra Úgandaverkefnis fund með Svandísi Aðalsteinsdóttur hjá Þróunarsamvinnusviði Utanríkisráðuneytisins sl. föstudag. Efni fundarins var samstarfsverkefnið við FARUG í Úganda og skýrsluskil um árangur verkefnisins. Í ljósi þeirra óviðráðanlegu hindrana sem staðið hafa í veginum, mikilla breytinga í starfsemi FARUG, stopulla samskipta og ekki síst þeirrar staðreyndar að ekki hefur verið hægt að flytja fjármagn með öruggum og ábyrgum hætti, var á fundinum ljóst að S78 gætu ekki sýnt neinn árangur af verkefninu innan þess tímafrests sem áskilinn var og nú er liðinn. Niðurstaða fundarins var sú að S78 skili ráðuneytinu þeim styrk sem úthlutað var til verkefnisins, ásamt greinargerð um afdrif verkefnisins. Aðilar líti á ferlið sem góða æfingu til framtíðar og S78 sæki jafnvel um síðar. ÁG mun gera drög að greinargerð og mun stjórn skila inn fullbúnu plaggi sem fyrst. Að því loknu verði verkefninu lokað. Samþykkt að vinna skv. framangreindu. Jafnframt samþykkt að það sjálfsaflafé sem m.a. safnaðist á tónleikum í mars 2014 verði ávaxtað hjá félaginu og eyrnarmerkt þróunarsamvinnuverkefnum. Verkefnisstjórnin leiti leiða á næstu vikum um hvernig megi koma því fé í góð not, mögulega í samstarfi og/eða í gegnum systur- og samstarfsfélög austan hafs og vestan., og skili stjórn tillögum þar um fyrir aðalfund. AÞÓ taki þetta upp við verkefnisstjórnina. Ábyrgð: AÞÓ og ÁG. – Í vinnslu. 2.5 Fjármál og fjáröflun – Samningur við borg og fjárveitingar frá ríki – félagatal og rekstur Tillaga að tilboði S78 til Reykjavíkurborgar v. þjónustusamnings er langt komin. Samþykkt að ljúka vinnu í vikunni. Tillagan byggir á þeim skjölum sem hafa verið gerð varðandi fræðslu og ráðgjöf og er lagt upp með talsverða hækkun á greiðslum – f.o.f. til að standa straum raunkostnaði við þjónustu sem þegar er veitt. Tillagan innihaldi einnig fleiri þjónustuþætti sem S78 myndu vilja sjá í samstarfi við Reykjavíkurborg. Lítið hefur heyrst frá velferðarráðuneyti varðandi fjármagn frá ríki en nauðsynlegt að koma hreyfingu á þær viðræður. ÁGJ ítreki beiðni um viðræður. VIV fer yfir sreikninga, áætlanir og félagatal og undirbýr v. ársskýrslu. Ábyrgð: ÁGJ, VIV og HHM. – Í vinnslu. 2.6 Fræðsla og rannsóknir – Fræðslubæklingur Unnið er í lokaútgáfu fræðslubæklings ásamt starfsfólki mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Lesa þarf yfir drög að lokaútgáfu og hafa samband við hönnuð. Ábyrgð: USJ og SAS. – Í vinnslu. 2.7 Húsnæðismál – Suðurgata 3 – staða framkvæmda og næstu skref Byggingarleyfi hefur loksins verið veitt. ÁGJ biðji um áfangaúttekt svo hægt sé að halda framkvæmdum áfram. Unnið er að nýrri eignaskiptalýsingu. ÁGJ heyri í verktökum og biðji þá um að vera tilbúna. VIV upplýsi félagsfólk um gang mála. Nauðsynlegt að koma dagsetningu á hreint sem fyrst og fara að huga að opnun. Ábyrgð: ÁGJ og VIV. – Í vinnslu. 2.8 Menning og viðburðir / Fjármál og fjáröflun – Jólabingó og -ball – uppgjör Tekjur af jólabingói eru mjög undir væntingum og falla úr tæpum 500 þúsund krónum í rúmar 200 þúsund. Tilraunin til að hafa viðburðinn á nýjum stað, í Stúdentakjallaranum, og á öðrum tíma, seinni part sunnudags, þótti að öðru leyti takast vel enda var góð stemmning. Ljóst er að endurskoða þarf viðburðinn fyrir næsta ár. Jólaballið þótti takast með ágætum og skilaði tæpum 300 þúsund kr. Viðburðirnir voru báðir ágætlega auglýstir en passa þarf að auglýsa vel – og jafnvel kaupa ‘boost’ á Facebooksíðu félagsins. Ábyrgð: ÁGJ, VIV og fleiri. – Lokið. 3 Staða annarra mála frá síðasta fundi 3.1 Almennt félagsstarf – Ársþing Samtakanna ‘78 í tengslum við aðalfund Frestað til næsta fundar. Ábyrgð: HHM. 3.2 Almennt félagsstarf – Jafnréttis- og umhverfisstefna S78 AMA vinni áfram að jafnréttisstefnu. Áhugasömum félögum verði boðið að vera með. Hrönn hjá Reykjavíkurborg er tilbúin til áframhaldandi samstarfs um umhverfisstefnu. Verkefnin verði skilin að og unnin hvort í sínu lagi. Miðað við að hægt verði að kynna félagsfólki einhverja afurð á félagsfundi. Tekið upp á næsta fundi á ný. Ábyrgð: AMA, ÁGJ, HHM, SAS. 3.3 Almennt félagsstarf – Félagsstarf, viðburðahópur og aðrir starfshópar/nefndir Frestað þar til milliúttekt hefur farið fram og framkvæmdir komnar á skrið.. Ábyrgð: GHG, HHM. 3.4 Almennt félagsstarf – Stefnumótun S78 og Samtakamáttur Frestað þar til framkvæmdir við húsnæði eru yfirstaðnar. Sjá fundargerð 17.9.14. Ábyrgð: HHM. 3.5 Almennt félagsstarf – Mannréttindaviðurkenning Samtakanna ´78 Frestað þar til framkvæmdir við húsnæði eru yfirstaðnar. Sjá fundargerð 17.9.14. Ábyrgð: HM. 3.6 Alþjóðamál – „Networks against hate“ með FELGBT í Madríd og „No Hate“ ráðstefna Frestað til næsta fundar. Ábyrgð: AÞÓ og HHM. 3.7 Fjármál og fjáröflun – Fjármál ungliða Frestað til næsta fundar. Ábyrgð: VIV. – Í vinnslu. 3.8 Fræðsla og rannsóknir – Lögreglubæklingur Frestað til næsta fundar. Ábyrgð: SAS, USJ. – Í vinnslu. 3.9 Fræðsla og rannsóknir – Fræðsla um fötlun til ráðgjafa Frestað til næsta fundar. Ábyrgð SAS, USJ. – Í vinnslu. 3.10 Fræðsla, og rannsóknir – Fræðslufundur í Ráðhúsi Frestað til næsta fundar. Ábyrgð: USJ. – Í vinnslu. 3.11 Hatursglæpir og hatursorðræða – skráning, tölfræði og birting Stefnt að þvi að vinna þessi mál í beinu framhaldi af lögreglubæklingi og nýta þekkingu úr Madrídarverkefni. Frestað til næsta fundar. Ábyrgð: HHM, AÞÓ, ÁGJ o.fl.. – Í vinnslu. 3.12 Lýðheilsa og íþróttir – Hinsegin jóga og fleira Frestað þar til framkvæmdir við húsnæði eru yfirstaðnar. Skoðað í viðburðarhópnum í samvinnu við íþróttahópinn.Sjá fundargerð 17.9.14. Ábyrgð: HM. 3.13 Lýðheilsa og íþróttir – Lýðheilsuhópur og verkefnisstjórn um HIV tékk Frestað þar til framkvæmdir við húsnæði eru yfirstaðnar. Sjá fundargerð 17.9.14. Ábyrgð: HHM. 3.14 Menning og viðburðir – Minningardagur tran sfólks 20. nóvember 2014 Viðburðurinn var vel sóttur og þótt takast vel. Ábyrgð: USJ, HHM. – Lokið. 3.15 Menning og viðburðir – Alþjóðlegi AIDS dagurinn 1. desember Fulltrúar S78 mættu á viðburð hjá HIV-Ísland. Viðburðurinn var fjölmennur og góður og voru ræddir ýmsir fletir á mögulegu framtíðarsamstarfi við forsvarsmenn félagsins. 3.16 Ráðgjöf – lögfræðiráðgjöf, stjórnsýsluerindi o.fl. Frestað til næsta fundar. Ábyrgð: ÁGJ, HHM. – Í vinnslu. 3.17 Réttindabarátta og löggjöf – Starfshópur ráðherra um málefni hinsegin fólks Unnið er í samræmi við þær áherslur sem S78 hafa markað og endurspegla þemaskiptingu viðfangsefna skv. lista ILGA Europe. Rætt um mikilvægi þess að leggja áherslu á innleiðingu mismununartilskipana ESB. Rætt um áhyggjur af starfi og umgjörð nefndarinnar. Ábyrgð: ÁGJ, SAS og HHM – Í vinnslu. 3.18 Réttindabarátta og löggjöf – Starfshópur um fjölskyldustefnu Send var umsögn í desember varðandi starf hópsins. Frestað til næsta fundar. Ábyrgð: GHG, HHM og ÁGJ. – Í vinnslu. 3.19 Upplýsinga- og kynningarmál – Heimasíða og Facebook Bregðast þarf við öryggisgöllum í Joomla kerfinu og spá í útlitsbreytingum á vefnum. Frosti Jónsson og Páll Guðjónsson hafa boðist til þess að vera S78 innan handar með uppfærslu o.fl. þessu tengt. Mikilvægt er að koma á fundi með þeim, Sigurði Júlíusi Guðmundssyni, formanni og framkvæmdastjóra sem fyrst til að fara yfir málin. ÁGJ setji sig í samband við aðila og finni hentugan tíma. Ábyrgð: ÁGJ. – Í vinnslu. 3.20 Upplýsinga- og kynningarmál – Stattu með! ÁGJ hittir Baldvin í vikunni og upplýsir stjórn um gang mála á næsta stjórnarfundi. Ábyrgð: ÁGJ. – Í vinnslu. 3.21 Upplýsinga- og kynningarmál – Þýðing á barnaefni og útgáfa S78 fengu 270.000 kr. styrk frá mannréttindaráði Reykajvíkurborgar í desember til þýðingar á hinsegin barnaefni og útgáfu. Leyfi er komið fyrir þýðingu. AMA hefur haldið utan um málið. ÁGJ falið að hafa samband við Veturliða Guðnason þýðanda v. þýðingar. Ábyrgð: AMA og ÁGJ. 4. Önnur mál 4.1 Félagaskráningarkerfi VIV falið að ræða við Ragnar Þorvarðarson félagsmann um félagaskráningarkerfi sem hann hefur nýtt á vettvangi annarra félagasamtaka og gæti gagnast S78 vel við utanumhald félagatals. VIV upplýsir stjórn á næsta fundi.Ábyrgð: VIV. – Í vinnslu. Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00. Hilmar Hildarson Magnúsarson ritaði fundargerð