8. Stjórnarfundur

Stjórn Samtakanna ‘78

2014 – 2015

 

8. fundur

 

Ár 2014, mánudaginn 8. júlí kl. 17.30 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78. Fundurinn var haldinn að Laugavegi 3 í Reykjavík og hann sátu Hilmar Magnússon formaður (HM), Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson gjaldkeri (VIV), Kamilla Einarsdóttir ritari (KE),og Valgerður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs (VJ).

Boðuð forföll:Svandís Anna Sigurðardóttir varaformaður (SAS), Gunnar Helgi Guðjónsson (GHG). Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir meðstjórnandi (AÞÓ), Örn Danival Kristjánsson (ÖDK)

Auk stjórnar sat fundinn, Árni Grétar Jóhannsson (ÁGJ) framkvæmdarstjóri.

 

Dagskrá:

1.      Staða mála frá síðasta fundi

 

1.1    Almennt félagsstarf – Félagsstarf og viðburðahópur

1.2    Almennt félagsstarf – Stefnumótun S78 og Samtakamáttur

1.3    Almennt félagsstarf – Starfshópar/nefndir og fundarpunktar frá stefnumóti

1.4    Almennt félagsstarf – Starfshópur um málefni tvíkynhneigðra

1.5 Almennt félagsstarf – Mannréttindaviðurkenning Samtakanna ´78

1.6 Almennt félagsstarf – Umræðuvettvangur á Facebook – bakhópur fyrir stjórn

 

1.7   Alþjóðamál – Úgandaverkefni

1.8    Alþjóðamál – Færeyjar og Vestnorrænt samstarf

1.9    Alþjóðamál – IDAHOBIT Malta

1.10    Alþjóðamál – Aðild að TGEU, GLISA og félagsgjöld ILGA Europe o.fl.

1.11 Alþjóðamál – Boð um að taka þátt í pallborði á Europride í Oslo 21. júní nk.

1.12 Alþjóðamál – Boð um þátttöku í opnun sýningar í Kaupmannahöfn 23. ágúst

1.13 Alþjóðamál – Verkefnið “Redes contra el Odio” (Networks against hate)

1.14 Alþjóðamál – Ályktun Alþingis um Úganda

 

1.15 Fjármál og fjáröflun – Fjármál ungliða

1.16 Fræðsla, ráðgjöf og rannsóknir – Fræðslubæklingur

       1.17 Fræðsla, ráðgjöf og rannsóknir – Lögreglubæklingur

1.18 Fræðsla, ráðgjöf og rannsóknir – Málefni intersexfólks

1.19 Fræðsla, ráðgjöf og rannsóknir – Fræðsla um fötlun til ráðgjafa

1.20    Fræðsla, ráðgjöf og rannsóknir – Fræðslufundur í Ráðhúsi

1.21   Hatursglæpir og hatursorðræða – skráning, tölfræði og birting

1.22 Húsnæðismál – Suðurgata

 

1.23 Innflytjendur og hælisleitendur – Mál hælisleitanda X

 

1.24 Lýðheilsa og íþróttir – Lýðheilsuhópur og verkefnisstjórn um HIV tékk

1.25 Menning og viðburðir – Reykjavík Pride – Innlegg í dagskrárrit

        1.26 Menning og viðburðir – Þátttaka S78 í Reykjavík Pride

1.27 Menning og viðburðir – Reykjavíkurmaraþon á Menningarnótt

1.28 Menning og viðburðir – Iceland Queerwaves

1.29 Menning og viðburðir – Beiðni Minjasafns Reykjavíkur þátttöku í viðburði

 

1.30 Réttindabarátta og löggjöf – Stjórnsýslukæra

1.31 Réttindabarátta og löggjöf – Starfshópur ráðherra um mál hinsegin fólks

 

1.32 Upplýsinga- og kynningarmál – Stattu með!

       1.33 Upplýsinga- og kynningarmál – Bókasafn

1.34 Upplýsinga- og kynningarmál – Heimasíða og Facebook

1.35 Upplýsinga- og kynningarmál – Átak í kynningu og fjölgun félaga

 

1.36 Starfsmannamál – Starf fræðslustjóra

 

2.      Mál sem komu upp eftir síðasta fund

 

3.      Ný mál

 

Þetta var gert:

1.      Staða mála frá síðasta fundi

 

1.1    Almennt félagsstarf – Félagsstarf og viðburðahópur

Viðburðahópur. Frestað til næsta fundar. Ábyrgð: GHG – Í vinnslu

 

1.2    Almennt félagsstarf – Stefnumótun S78 og Samtakamáttur

Málið er í vinnslu. Ábyrgð: HM. – Í vinnslu.

 

1.3    Almennt félagsstarf – Starfshópar/nefndir og fundarpunktar frá stefnumóti

Í vinnslu. Ábyrgð: SAS – Í vinnslu.

 

1.4    Almennt félagsstarf – Starfshópur um málefni tvíkynhneigðra

Í vinnslu. Frestað til næsta fundar. Ábyrgð: HM – Í vinnslu.

 

1.5 Almennt félagsstarf – Mannréttindaviðurkenning Samtakanna ´78

Vísað til fundar stjórnar og trúnaðarráðs síðar í dag. Ábyrgð: GHG & HM- Í vinnslu.

 

1.6 Almennt félagsstarf – Ungliðaball á hinsegin dögum

Í vinnslu. Ábyrgð: VIV. – Í vinnslu.    

 

1.7   Alþjóðamál – Úgandaverkefni

Fyrirhugaður er í vikunni Skype-fundur með alþjóðafulltrúa norsku LGBT samtakanna þar sem m.a. verður leitað ráða varðandi flutning fjár. Ábyrgð: AÞÓ, VIV, ÁGJ og HM. – Í vinnslu.

 

1.8    Alþjóðamál – Færeyjar og Vestnorrænt samstarf

Frestað til næsta fundur. Ábyrgð: HM, AÞÓ – Í vinnslu.

 

1.9    Alþjóðamál – IDAHOBIT Malta

Verið er að leggja lokahönd á greinargerð. Frestað til næsta fundar. Ábyrgð: SAS/HM/ÁGJ. – Í vinnslu.

 

1.10    Alþjóðamál – Aðild að TGEU, GLISA og félagsgjöld ILGA Europe o.fl.

Málið er í vinnslu. Ábyrgð VIV og ÁGJ – Í vinnslu.

 

1.11 Alþjóðamál – Boð um þátttöku í opnun sýningar í Kaupmannahöfn 23. ágúst

Ákveðið á síðasta fundi að VIV fari sem fulltrúi samtakanna og er unnið að þátttöku hans. Ábyrgð: HM, AÞÓ og VIV – Í vinnslu.

 

1.12 Alþjóðamál – Verkefnið “Redes contra el Odio” (Networks against hate)

Gengið hefur verið frá nýrri undirskrift samnings og hann sendur til Madrid. Boltinn er nú hjá Spánverjum en fyrihugaður er verkefnisfundur í Madríd í október. Skipa þarf fulltrúa á þann fund fljótlega. Frestað til næsta fundar. Ábyrgð: ÁGJ, AÞÓ og HM – Í vinnslu.

 

1.13 Alþjóðamál – Ályktun Alþingis um Úganda

Ákveðið að álykta ekki að sinni og taka málið upp aftur síðar. Ábyrgð: HM – Lokið.

 

1.14 Fjármál og fjáröflun – Fjármál ungliða

XXXX. Ábyrgð: VIV – Í vinnslu.

 

       1.15 Fræðsla, ráðgjöf og rannsóknir – Fræðslubæklingur

HM átti samtal við mannréttindastýru Reykjavíkurborgar varðandi útgáfu í síðustu viku. Hún mun senda erindi varðandi málið og leggja til næstu skref. Frestað til næsta fundar. Ábyrgð: SAS og HM. Í vinnslu.

 

       1.16 Fræðsla, ráðgjöf og rannsóknir – Lögreglubæklingur

Í síðustu viku barst bréf frá XXXXX um að setja skurk í málið og ljúka því. Ákveðið að koma á fundi XXXX, HM, ÁGJ og USJ til að ákveða næstu skref. Ábyrgð: USJ – Í vinnslu.

 

1.17 Fræðsla, ráðgjöf og rannsóknir – Málefni intersexfólks

Í vinnslu. Ábyrgð SAS og ÁGJ – Í vinnslu.

 

1.18 Fræðsla, ráðgjöf og rannsóknir – Fræðsla um fötlun til ráðgjafa

Í vinnslu. Ábyrgðarmaður: USJ og SAS. – Í vinnslu.

 

1.19    Fræðsla, ráðgjöf og rannsóknir – Fræðslufundur í Ráðhúsi

Í vinnslu. USJ mun finna tíma fyrir þ og fötlunarfræðslu.  Ábyrgð: ÁGJ og USJ – Í vinnslu.

 

1.20 Hatursglæpir og hatursorðræða – skráning, tölfræði og birting

Borist hefur bréf frá XXXXXX en hún sendi líka erindi varðandi lögreglubækling. Ábyrgð HM – Í vinnslu.

 

1.22 Húsnæðismál – Suðurgata

Komin er betri mynd kostnað og kostnaðarþætti. Ljóst er að forgangsraða þarf vel þegar þessi þættir liggja fyrir enda kostnaður mikill. Beðið er eftir nákvæmri kostnaðaráætlun. ÁGJ falið að kanna leyfismál. Ákveðið að bjóða Hinsegin dögum að vera með Kaupfélag hinsegin daga í nýju húsnæði á Suðurgötu á Hinsegin dögum. Ábyrgð SAS, HM, ÁGJ og VUMS. -Í vinnslu

 

1.23 Innflytjendur og hælisleitendur – Mál hælisleitanda X

Engar nýjar fréttir eru af málinu. Ábyrgð: HM – Í vinnslu.

 

1.24 Lýðheilsa og íþróttir – Lýðheilsuhópur og verkefnisstjórn um HIV tékk

Í vinnslu. Ábyrgð: VIV – Í vinnslu.

 

1.25 Menning og viðburðir – Reykjavík Pride – Innlegg í dagskrárrit

Skera þarf niður texta og bæta við texta um flutninga á Suðurgötu. Finna til mynd af nýju húsnæði. Lokið fyrir miðvikudag. Ábyrgð: ÁGJ og HM.- Í vinnslu.

 

       1.26 Menning og viðburðir – Þátttaka S78 í Reykjavík Pride

HM hefur samband við GHG varðandi málið. Ábyrgð: GHG og ÁGJ – Í vinnslu.

 

1.27 Menning og viðburðir – Reykjavíkurmaraþon á Menningarnótt

Í vinnslu. Ábyrgð: VIV – Í vinnslu.

 

1.28 Menning og viðburðir – Iceland Queerwaves

Frestað til næsta fundar. Ábyrgð: GHG, HM, VIV og ÁGJ. – Í vinnslu.

 

1.29 Menning og viðburðir – Beiðni Minjasafns Reykjavíkur þátttöku í viðburði

Málið hefur verið rætt og verður svarað í vikunni. Ábyrgð: HM og ÁGJ – Í vinnslu.

 

1.30 Réttindabarátta og löggjöf – Stjórnsýslukæra

Engar fregnir af málinu. Ábyrgð: HM – Í vinnslu.

 

1.31 Réttindabarátta og löggjöf – Starfshópur ráðherra um mál hinsegin fólks

Frestað til næsta fundar.  Ábyrgð: SAS – Í vinnslu.

 

1.32 Upplýsinga- og kynningarmál – Stattu með!

Fundur á morgun kl. 16.30 um þetta mál. Kynnt á næsta fundi. Ábyrgð: ÁGJ og SAS – Í vinnslu.

 

       1.33 Upplýsinga- og kynningarmál – Bókasafn

Bókasafnsmál eru í vinnslu. Bréf hafa verið útbúin og undirrituð af formanni vegna bókagjafar. Ábyrgð SAS. Í vinnslu.

 

1.34 Upplýsinga- og kynningarmál – Heimasíða og Facebook

Í vinnslu. Ábyrgð: KE og ÁGJ – Í vinnslu.

1.35 Upplýsinga- og kynningarmál – Átak í kynningu og fjölgun félaga

Frestað til næsta fundar. Ábyrgð: SAS, VIV, GHG – Í vinnslu.

 

1.36 Starfsmannamál – Starf fræðslustjóra

Ekki hefur verið gengið frá ráðningarsamningi við fræðslustýru vegna sumarsins. Málinu verður lokið á næstu dögum. Ábyrgð: VIV – Í vinnslu.

2.      Mál sem komu upp eftir síðasta fund

3.      Ný mál

Fundi slitið kl. 19:22

Næsti fundur verður haldinn mánudaginn 7. júlí kl. 17:30

Hilmar Magnússon ritaði