6. Stjórnarfundur 10. júní, 2014 Stjórn Samtakanna ‘78 2014 – 2015 6. fundur Ár 2014, þriðjudaginn 10. júní kl. 17.50 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78. Fundurinn var haldinn að Laugavegi 3 í Reykjavík og hann sátu Hilmar Magnússon formaður (HM), Kamilla Einarsdóttir ritari (KE), Svandís Anna Sigurðardóttir varaformaður (SAS), Valgerður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs (VJ), Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson gjaldkeri (VIV). Boðuð forföll: Gunnar Helgi Guðjónsson (GHG), Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir meðstjórnandi (AÞÓ). Auk stjórnar sat fundinn, Árni Grétar Jóhannsson (ÁGJ) framkvæmdarstjóri. Fundur sem fyrirhugaður hafði verið þann 26. maí sl. féll niður. Dagskrá: 1. Staða mála frá síðasta fundi 1.1 Almennt félagsstarf – Félagsstarf og viðburðahópur 1.2 Almennt félagsstarf – Stefnumótun S78 og Samtakamáttur 1.3 Almennt félagsstarf – Starfshópar/nefndir og fundarpunktar frá stefnumóti 1.4 Almennt félagsstarf – Starfshópur um málefni tvíkynhneigðra 1.5 Almennt félagsstarf – Mannréttindaviðurkenning Samtakanna ´78 1.6 Almennt félagsstarf – Umræðuvettvangur á Facebook – bakhópur fyrir stjórn 1.7 Alþjóðamál – Úgandaverkefni 1.8 Alþjóðamál – Færeyjar og Vestnorrænt samstarf 1.9 Alþjóðamál – IDAHOBIT Malta 1.10 Alþjóðamál – Aðild að TGEU, GLISA og félagsgjöld ILGA Europe o.fl. 1.11 Alþjóðamál – Boð um að taka þátt í pallborði á Europride í Oslo 21. júní nk. 1.12 Alþjóðamál – Boð um þátttöku í opnun sýningar í Kaupmannahöfn 23. ágúst 1.13 Alþjóðamál – Verkefnið “Redes contra el Odio” (Networks against hate) 1.14 Alþjóðamál – Ályktun Alþingis um Úganda 1.15 Fjármál og fjáröflun – Fjármál ungliða 1.16 Fræðsla, ráðgjöf og rannsóknir – Fræðslubæklingur 1.17 Fræðsla, ráðgjöf og rannsóknir – Lögreglubæklingur 1.18 Fræðsla, ráðgjöf og rannsóknir – Málefni intersexfólks 1.19 Fræðsla, ráðgjöf og rannsóknir – Fræðsla um fötlun til ráðgjafa 1.20 Fræðsla, ráðgjöf og rannsóknir – Fræðslufundur í Ráðhúsi 1.21 Hatursglæpir og hatursorðræða – skráning, tölfræði og birting 1.22 Húsnæðismál – Suðurgata 1.23 Innflytjendur og hælisleitendur – Mál hælisleitanda X 1.24 Lýðheilsa og íþróttir – Lýðheilsuhópur og verkefnisstjórn um HIV tékk 1.25 Menning og viðburðir – Reykjavík Pride – Innlegg í dagskrárrit 1.26 Menning og viðburðir – Þátttaka S78 í Reykjavík Pride 1.27 Menning og viðburðir – Reykjavíkurmaraþon á Menningarnótt 1.28 Menning og viðburðir – Iceland Queerwaves 1.29 Menning og viðburðir – Beiðni Minjasafns Reykjavíkur þátttöku í viðburði 1.30 Réttindabarátta og löggjöf – Stjórnsýslukæra 1.31 Réttindabarátta og löggjöf – Starfshópur ráðherra um mál hinsegin fólks 1.32 Upplýsinga- og kynningarmál – Stattu með! 1.33 Upplýsinga- og kynningarmál – Bókasafn 1.34 Upplýsinga- og kynningarmál – Heimasíða og Facebook 1.35 Upplýsinga- og kynningarmál – Átak í kynningu og fjölgun félaga 1.36 Starfsmannamál – Starf fræðslustjóra 2. Mál sem komu upp eftir síðasta fund 3. Ný mál Þetta var gert: 1. Staða mála frá síðasta fundi 1.1 Almennt félagsstarf – Félagsstarf og viðburðahópur Viðburðahópur. HM tekur að sér að reka á eftir GHG með viðburðarhóp.GHG fjarverandi. Ákveðið að taka frí á fimmtudagskvöldunum frá mánaðarmótum júní/júlí fram aðflutningum. Frestað til næsta fundar. Ábyrgð: GHG – Í vinnslu 1.2 Almennt félagsstarf – Stefnumótun S78 og Samtakamáttur Málið er í vinnslu. Hilmar ræðir við Kára Emil. Rætt á næsta fundi. Ábyrgð: HM. – Í vinnslu. 1.3 Almennt félagsstarf – Starfshópar/nefndir og fundarpunktar frá stefnumóti SAS hefur búið til skjal með öllum hópum og færa inn á drive-ið. Þessir hópar verða auglýstir í haust. Þarf að skoða vel hvaða hópar eru virkir og hvenær fundir séu haldnir. Gott að nota þessar upplýsingar sem hugmyndabanka fyrir komandi starf. Fundargerð verður sett á netið. Ábyrgð: SAS – Í vinnslu. 1.4 Almennt félagsstarf – Starfshópur um málefni tvíkynhneigðra Atli Fanndal hefur boðist til að vinna efni fyrir bi-daginn ef áhugi er fyrir hendi. Frestað til næsta fundar. Ábyrgð: HM – Í vinnslu. 1.5 Almennt félagsstarf – Mannréttindaviðurkenning Samtakanna ´78 GHG fjarverandi. ÁGJ, HM og VJ taka að sér að útkljá þetta mál. Ábyrgð: GHG & HM- Í vinnslu. 1.6 Almennt félagsstarf – Umræðuvettvangur á Facebook – bakhópur fyrir stjórn SAS setti upp stjórnarspjall – umræðuvettvang fyrir núverandi og fyrrverandi stjórnarmeðlimi. Þar inni eru nú þegar vel flestir fyrrum formenn samtakanna. HM ætlar að bjóða framkvæmdarstjóra og fyrrv. framkvæmdarstjórum inní hópinn. Ákveðið að setja ekki upp stóran umræðuhóp að sinni. Ábyrgð: SAS – Lokið. 1.7 Alþjóðamál – Úgandaverkefni Peningarnir. Staða verkefnisins er þannig að enn þá er mjög erfitt að koma peningunum út til Úganda. Unnið áfram í málinu. Gjaldkeri mun leita til APS og ÞSSÍ um næstu skref. Ábyrgð: AÞÓ, VIV, ÁGJ og HM. – Í vinnslu 1.8 Alþjóðamál – Færeyjar og Vestnorrænt samstarf Stofnað hefur verið félag á Grænlandi. Stjórn samtakanna samgleðst þeim innilega. ÁGJ mun senda þeim skeyti. HM hefur ekki heyrt frá formanni Vestnorræna ráðsins. Ábyrgð: HM, AÞÓ – Í vinnslu. 1.9 Alþjóðamál – IDAHOBIT Malta SAS og HMÞ skila greinagerð á næsta fundi. Kostnaður verður gerður upp á næsta fundi. Ábyrgð: SAS/HM/ÁGJ. – Í vinnslu. 1.10 Alþjóðamál – Aðild að TGEU, GLISA og félagsgjöld ILGA Europe o.fl. Unnið að skráningu að GLISA. Í haust verður borgað í ILGA.Ábyrgð VIV og ÁGJ – Í vinnslu. 1.11 Alþjóðamál – Boð um að taka þátt í pallborði á Europride í Oslo 21. júní nk. HM hafnaði boðinu. Það passaði hvorki inn í dagskrá né fjáhagsramma. Ábyrgð: HM – lokið. 1.12 Alþjóðamál – Boð um þátttöku í opnun sýningar í Kaupmannahöfn 23. ágúst Á síðasta fundi var ákveðið að senda AÞÓ en hugsanlega þarf einhver annar að fara í staðinn. Bæði SAS og VIV hafa gefið kost á sér . Ábyrgð: HM – Í vinnslu. 1.13 Alþjóðamál – Verkefnið “Redes contra el Odio” (Networks against hate) Beðið er eftir frekari upplýsingum um verkefnið. Ábyrgð: ÁGJ, AÞÓ og HM – Í vinnslu. 1.14 Alþjóðamál – Ályktun Alþingis um Úganda HM fylgir eftir við utanríkisráðherra. HM ætlar á skella í eina grein um málið auk þess að ávarpa málefni hælisleitenda. Ábyrgð: HM – Í vinnslu. 1.15 Fjármál og fjáröflun – Fjármál ungliða Ákveðið að funda með ungliðum og umsjónarmönnum um fjárheimildir og ferla á næstu dögum. Ábyrgð: VIV – Í vinnslu. 1.16 Fræðsla, ráðgjöf og rannsóknir – Fræðslubæklingur Svör hafa ekki borist frá Mannréttindaskrifstofu borgarinnar varðandi prentun bæklings. Erindið verður ítrekað. Ábyrgð: SAS og HM. Í vinnslu 1.17 Fræðsla, ráðgjöf og rannsóknir – Lögreglubæklingur Frestað til næsta fundar. Ugla er í málinu. Ábyrgð: USJ – Í vinnslu. 1.18 Fræðsla, ráðgjöf og rannsóknir – Málefni intersexfólks Kitty Anderson fundaði með ráðgjöfum fyrir stuttu S78 og var fundurinn frábær. Sýning á Intersexion: Hinsegin dagar muna sýna myndina og málið í góðum farvegi. Fræðslufundur Kitty Andersen var á opnu húsi þann 22. maí. Gekk mjög vel og vel mætt (ca. 50 manns). SAS og Baldvin Kári Sveinbjörns hittu Kittý og plönuðu næstu skref varðandi verkefni framundan, m.a. um stofnun félags. Ábyrgð SAS og ÁGJ – Í vinnslu. 1.19 Fræðsla, ráðgjöf og rannsóknir – Fræðsla um fötlun til ráðgjafa Fræðsla í haust (ágúst/september). USJ falið að finna tíma fyrir þetta verkefni. og skoða nálgun. Ábyrgðarmaður: USJ og SAS. – Í vinnslu. 1.20 Fræðsla, ráðgjöf og rannsóknir – Fræðslufundur í Ráðhúsi Fresta þarf fræðslu USJ í Ráðhúsi til haustsins. USJ mun finna tíma fyrir þetta og fötlunarfræðslu. Ábyrgð: ÁGJ og USJ – Í vinnslu. 1.21 Hatursglæpir og hatursorðræða – skráning, tölfræði og birting Frestað til næsta fundar. Ábyrgð HM – Í vinnslu. 1.22 Húsnæðismál – Suðurgata VUMS er á fullu að vinna í undibúningu flutninga. Ætla hafa vinnudag/helgi með þáttöku trúnaðarráði og hagsmunafélögum.Áætluð tímasetning í lok júní (28.júní) ÁGJ ætlar að búa til viðburð. Ábyrgð SAS, HM, ÁGJ og VUMS. -Í vinnslu 1.23 Innflytjendur og hælisleitendur – Mál hælisleitanda X Málið er í vinnslu.Engar nýjar fréttir. Ábyrgð: HM – Í vinnslu. 1.24 Lýðheilsa og íþróttir – Lýðheilsuhópur og verkefnisstjórn um HIV tékk Stofnun lýðheilsuhóps frestað fram á haust. Ábyrgð: VIV – Í vinnslu. 1.25 Menning og viðburðir – Reykjavík Pride – Innlegg í dagskrárrit Textinn er tilbúinn en við eigum eftir að sjá próförk. Það er verið að leita að góðum myndum. ÁGJ ætar að finna myndir:Ábyrg:, ÁGJ og HM.- Í vinnslu. 1.26 Menning og viðburðir – Þátttaka S78 í Reykjavík Pride GHG mun kynna hugmyndir og hitta ÁGJ í næstu viku. Ábyrgð: GHG og ÁGJ – Í vinnslu. 1.27 Menning og viðburðir – Reykjavíkurmaraþon á Menningarnótt VIV ætlar bjóða til íþróttafundar sem fyrst. Býr til viðburð og og hóp fyrir þá sem ætla að hlaupa fyrir samtökin. Ábyrgð: VIV – Í vinnslu. 1.28 Menning og viðburðir – Iceland Queerwaves Frestað til næsta fundar. Ábyrgð: GHG, HM, VIV og ÁGJ. – Í vinnslu. 1.29 Menning og viðburðir – Beiðni Minjasafns Reykjavíkur þátttöku í viðburði ÁGJ bíður eftir svari frá Minjasafninu. Ábyrgð: GHG og ÁGJ – Í vinnslu. 1.30 Réttindabarátta og löggjöf – Stjórnsýslukæra Engar fregnir af málinu. Ábyrgð: HM – Í vinnslu. 1.31 Réttindabarátta og löggjöf – Starfshópur ráðherra um mál hinsegin fólks SAS skýrði frá því að hópurinn fundaði í síðustu viku. Engar frekari fregnir Ábyrgð: SAS – Í vinnslu. 1.32 Upplýsinga- og kynningarmál – Stattu með! 24. júní verður fundur um þetta mál. Kynnt á þar næsta fund. Ábyrgð: ÁGJ og SAS – Í vinnslu. 1.33 Upplýsinga- og kynningarmál – Bókasafn Bókasafnsmál eru í vinnslu eins og rætt var á síðasta fundi. Ábyrgð SAS. Í vinnslu. 1.34 Upplýsinga- og kynningarmál – Heimasíða og Facebook ÁGJ hefur verið að skoða verð á hýsingu og slíkt. HM skoðaði template fyrir Joomla . USJ er falið að skoða þetta í sumar Ábyrgð: KE og ÁGJ – Í vinnslu. 1.35 Upplýsinga- og kynningarmál – Átak í kynningu og fjölgun félaga Frestað til næsta fundar. Ábyrgð: SAS, VIV, GHG – Í vinnslu. 1.36 Starfsmannamál – Starf fræðslustjóra VIV hefur rætt við USJ um áframhaldandi ráðningu í sumar. SAS og VIV munu ræða við hana sem fyrst um ráðningaskilmála. Ábyrgð: VIV – Í vinnslu. 2. Mál sem komu upp eftir síðasta fund 2.2. Grein eftir HM birtist í Reykjavík Vikublað 31.maí. 2.3 Erindi frá Degi Mörk um fjáröflun. Frestað til næsta fundar. Ábyrgðarmaður: ÁGJ 2.4 Formaður hefur þekkst boð frá Sagnfræðingafélaginu um að vera meðframsögu um sögu hinsegin fólks 3. Ný mál Fundi slitið kl. :19:15 Næsti fundur verður haldinn mánudaginn 23. júní kl. 17:30 Kamilla Einarsdóttir ritaði