3. Stjórnarfundur 28. apríl, 2014 Stjórn Samtakanna ‘78 2014 – 2015 3. fundur Ár 2014, mánudaginn 28. apríl kl. 17.45 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78. Fundurinn var haldinn að Laugavegi 3 í Reykjavík og hann sátu Hilmar Magnússon formaður (HM), Kamilla Einarsdóttir ritari (KE), Svandís Anna Sigurðardóttir varaformaður (SAS) Boðuð forföll: Gunnar Helgi Guðjónsson meðstjórnandi (GHG). Örn Danival Kristjánsson meðstjórnandi (ÖDK), Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir meðstjórnandi (AÞÓ). Auk stjórnar sat fundinn Anna Margrét Grétarsdóttir (AMV) áheyrnarfulltrúi, Árni Grétar (ÁG) framkvæmdarstjóri. Óþekkt staða: Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson gjaldkeri (VIV), Í samræmi við lög félagsins, grein 4.5. var ákveðið að AMV tæki sæti stjórnarfulltrúa í forföllum annarra stjórnarmeðlima. Dagskrá: 1. Staða mála frá síðasta fundi Almennt félagsstarf 1.1 Tillaga frá aðalfundi varðandi félagsstarf 1.2 Vorfundur stjórnar og trúnaðarráðs/Stefnumót við framtíð og forréttindi 1.3 Stefnumótun S78 – Samtakamáttur 1.4 Starf starfshópa og nefnda Alþjóðamál 1.5 Úgandaverkefni 1.6 Færeyjar og Vestnorrænt samstarf 1.7 IDAHOBIT Malta – fulltrúar 1.8 Áhugi alþjóðasamstarfi Fjármál og fjáröflun 1.9 Styrkjadagatal Fræðslumál 1.10 Fræðslubæklingur 1.11 Lögreglubæklingur 1.12 Málefni intersexfólks 1.13 Fræðsla um fötlun til ráðgjafa 1.14 Forréttindafræðsla Húsnæðismál 1.15 Suðurgata Lýðheilsa 1.16 Kominn tími á tékk? – stofnun starfshóps um lýðheilsu Menning- og viðburðir 1.17 Reykjavík Pride – Innlegg í dagskrárrit 1.18 Þátttaka S78 í Reykjavík Pride Réttindabarátta og löggjöf 1.19 Stjórnsýslukæra Upplýsinga- og kynningarmál 1.20 Stattu með! 1.21 Bókasafn 1.22 Heimasíða og Facebook 2. Mál sem komu upp eftir síðasta fund Alþjóðamál 2.1 Japan 2.2 Pólskir aðgerðasinnar í heimsókn 2.3 Rússneskir aðgerðasinnar í heimsókn 4. til 7. maí Andlát 2.4 Andlát Sigþórs Sigþórssonar Innflytjendur og hælisleitendur 2.5 Mál hælisleitanda X Menning- og viðburðir 2.6 IDAHOBIT 17. maí – Dagskrá og stjórnmálaumræður í tilefni dagsins 2.7 Reykjavíkurmaraþon á Menningarnótt 3. Ný mál Alþjóðamál 3.1 Aðild að TGEU 3.2 Aðild að GLISA 3.3 Félagsgjöld ILGA Europe o.fl. Þetta var gert: 1. Staða mála frá síðasta fundi Almennt félagsstarf 1.1 Tillaga frá aðalfundi varðandi félagsstarf GHG fjarverandi og umræðu frestað. Ábyrgðarmaður GHG – Í vinnslu. 1.2 Vorfundur stjórnar og trúnaðarráðs/Stefnumót við framtíð og forréttindi Heppnaðis vel. Fámennt á opna fundinn. Veðrið var mjög gott svo hugsanlega hafði það áhrif. Stemningin var jákvæð. Fínar hugmyndir komu fram. Ábending um að sumir hafi nýverið setið mjög svipaðan fund. Það er stefna stjórnar að fundur með nákvæmlega þessari dagskrá verði ekki oftar en einu sinni á ári. Það er mikill vilji til að þessi hópur hittist oftar í tengslum við ýmis mál. Fulltrúar hagsmunafélaga/hópa sátu fundinn, m.a. ungliða, FAS og intersexfólks sem tóku þátt í fyrsta skipti.-lokið 1.3 Stefnumótun S78 – Samtakamáttur Rætt um stefnumótun og Samtakamátt. Á opna fundinum sl. laugardag var ákveðið var að lengja forréttindafræðsluna, þar sem þar skapaðist mjög góð og fræðandi umræða, og sleppa umræðum um stefnu. Niðurstöður Samtakamáttar 2013 bárust í síðustu viku – með lokaorðum fyrrum formanns Önnu Pálu Sverrisdóttur. HM lagði til að niðurstöður Samtakamáttarins verði brotnar um til útgáfu á PDF og til útprentunar og verði auglýstar aðgengilegar félagsmönnum. Þegar plaggið er tilbúið til útgáfu verði það sent félagsmönnum og í framhaldinu boðað til fundar um stefnu. Stefnt er á að senda út plaggið á vordögum og kynnt á félagsfundi í haust. Samþykkt.-ábyrgðarmáður: HM. – Í vinnslu. 1.4 Starf starfshópa og nefnda Rætt var um starfshópa á vorfundi stjórnar og trúnaðarráðs sl. laugardag. Listaðir upp þeir hópar sem eru í gangi og rætt um hvað þyrfti að vera í forgangi. Ekki var boðið upp á skráningu í starfshópa (þá sem eru opnir). HM leggur til að starfshópar verði listaðir upp og félagsmönnum boðið að skrá sig. Ábyrgðarmaður SAS -Í vinnslu. Alþjóðamál 1.5 Úgandaverkefni Verkefnisstjórn hittist í síðustu viku og fór yfir málin. Efnistök og peningamál voru rædd. Stjórn telur þessi mál í góðum farvegi og mun halda áfram að fylgjast með. – ábyrgðarmenn AÞÓ, VIV, ÁGJ og HM. Í vinnslu 1.6 Færeyjar og Vestnorrænt samstarf Formaður fór til Færeyja 23. til 24. apríl í boði Norðulandahússins í Tórshavn og tók þátt í opnun sýningarinnar Gay Greenland sem opnuð var af borgarstjórum Reykjavíkur og Nuuk, þeim Jóni Gnarr og Asii Chemnitz Narup. Að lokinni opnun voru opnar pallborðsumræður þar sem formaður tók þátt ásamt Leise Johnsen höfundi sýningarinnar, Nuka Bisgård frá Grænlandi og Eiler Fagraklett frá Færeyjum. Þar rætt um stöðu hinsegin fólks í löndunum og nauðsyn aukinnar samvinnu. Eftir umræður í stjórn og trúnaðarráði – og við fulltrúa Grænlands og Færeyja hefur verið ákveðið að: 1. Stofna sameiginlega vinnugrúppu á FB – NALGBT – North Atlantic LGBT með þátttöku fulltrúa frá öllum löndunum til að koma samstarfi af stað. 2. Hefja samræður við Norðurlandahúsið í Færeyjum (sem hafði frumkvæðið að þessum viðburði) og kanna möguleika á norrænum styrkjum til verkefna. 3. Nýta öll tækifæri sem gefast til að hittast í eigin persónu – á Pride hátíðum, á ráðstefnum, í öðrum borgum, í einkaerindum o.s.frv. Reyna að vera í sem mestum samskiptum – m.a. í gegnum FB grúppuna. Nú er t.d. von á hópi Færeyinga á Reykjavík Pride í ágúst. 4. Upphugsa verkefni fyrir samstarfið. Á fundi formanns með fulltrúum Grænlands og Færeyja var rætt að mögulegt fyrsta skref væri að byrja á því að reyna að aðstoða Grænlendinga við skipulagningu og starfrækslu félags (ekkert starfandi félag í dag). Viðruð var sú hugmynd að reyna að bjóða upp t.d. upp á styrkt námskeið í stofnun og rekstri félaga/samtaka og hvernig megi virkja samtakamátt fólks sem best. Institution/Capacity building. Námskeiðið gæti verið einhverntíma á bilinu 2014-2015 og myndi nýtast öllum félögum. Samþykkt að halda þessi máli áfram lifandi og nýta krafta þess fólks sem sýndi málinu áhuga og kalla það saman á fund sem fyrst. Ábyrgðarmaður HM, AÞÓ -Í vinnslu. 1.7 IDAHOBIT Malta – fulltrúar Allt frágengið varðandi flugmiði og hótel fyrir Svandísi. Ábyrgð SAS og HM. -Í vinnslu. 1.8 Áhugi alþjóðasamstarfi Á síðasta fundi var rætt um áhuga félagsmanna varðandi alþjóðamál. Með nýju verkefni um Vestnorrænt samstarf er ljóst að enn bætist í safn þeirra verkefna sem verið er að vinna í alþjóðamálum. Stjórnin lítur því svo á að hún sé mjög markvisst að vinna að alþjóðamálum, í samræmi við þær áherslur sem fram kom á Samtakamættinum í fyrra. Ábyrgðarmaður: HM og AÞÓ- Lokið. Fjármál og fjáröflun 1.9 Styrkjadagatal VIV var fjarverandi og umræðu frestað Fræðslumál 1.10 Fræðslubæklingur Bæklingurinn er tilbúin. Rætt um orðalag. Ákveðið að tala um „kyn sem úthlutað sem var við fæðingu“. Bætt var við kafla um intersex. Stefnt á að þetta sé komið á pdf form 15. maí, svo framarlega sem hönnuður hafi tækifæri til þess að klára þetta fyrir þann tíma. Ábyrgðarmaður SAS. Í vinnslu 1.11 Lögreglubæklingur Svandís hefur verið að leita að því hvar þessi bæklingur er niðurkominn. Leitin stendur enn þá yfir. Fyrir næsta fund Ugla ljúka þessu máli og kynnir stöðuna á fundi. – Ábyrgðarmaður USJ- Í vinnslu. 1.12 Málefni intersexfólks Fulltrúi intersexfólks, Kitty Andersen, mætti á vorfund stjórnar og trúnaðarráðs. Ákveðið að halda fræðslufund með Kitty um málefni intersex fólks á opnu húsi þann 22. maí nk. Einnig mun hún hitta ráðgjafahópinn annað kvöld. Ábyrgð SAS – Í vinnslu. 1.13 Fræðsla um fötlun til ráðgjafa Ákveðið að bjóða upp á fræðslu í haust (ágúst/september). Ábyrgðarmaður: SAS. -Í vinnslu. 1.14 Forréttindafræðsla Á síðasta fundi var ákveðið að bjóða upp á forréttindafræðslu á opnum fundi laugardaginn 26. apríl. Svandís Anna sá um fræðsluna og að mati stjórnar sló hún í gegn og mikill áhugi er á að endurtaka svona fræðsl. -Lokið. Húsnæðismál 1.15 Suðurgata Helgi Steinar Helgason arkitekt kynnti drög að hönnun húsnæðisins á opnum fundi síðasta laugardag. Almenn ánægja með hans tillögur. Þess má geta að Helgi hefur boðist til að gefa Samtökunum sína hugmyndavinnu framan af. Samþykkt var að HM, SAS, VIV og ÁG muni vera fulltrúar stjórnar í verkefnisstjórn um málefni Suðurgötunnar. Hér eftir nefnd VUMS. Á næsta fundi fær VUMS erindisbréf um umboð og skyldur hópsins. VUMS mun setja upp hóp á facebook og mun vera í sambandi við Helga í vikunni. -Ábyrgðarmenn VIV, SAS, ÁGJ og HM. -Í vinnslu. Lýðheilsa 1.16 Kominn tími á tékk? – stofnun starfshóps um lýðheilsu Skoða hvort HIV verkefni verði reglulegt og starfshóp um lýðheilsu. HIV verkefnið gekk vel og vakti mikla lukku. Áhugi á að halda þessu starfi áfram. SAS er búin að hafa samband við Birnu Hrönn Björnsdóttur um stofnun lýðheilsuhóps. Í vinnslu – ábyrgð VIV. Menning- og viðburðir 1.17 Reykjavík Pride – Innlegg í dagskrárrit Hinsegin dagar eru farnir að pressa á að fá frá okkur textann. AÞÓ er fjarrverandi en málið verður rætt á facebook í vikunni.. Ábyrgðarmaður AÞÓ og ÁG.- Í vinnslu 1.18 Þátttaka S78 í Reykjavík Pride Á síðasta stjórnarfundi var ákveðið að setja málið á dagskrá þessa fundar. HM kom fram með hugmynd að þema: Húsnæðið. Kalla þarf eftir áhugasömum á fund eða hóp Það þarf að ræða allt í sambandi við sölubása og posa og þess háttar. Það þarf að búa til viðburðarhóp. Þetta þarf að ræða í facebook hóp stjórnar og trúnaðarmanna í vikunni.- Ábyrgðarmaður GHG og ÁGJ -Í vinnslu Réttindabarátta og löggjöf 1.19 Stjórnsýslukæra HM hefur ekki náð að taka stöðuna. HM talar við Önnu Pálu Sverrisdóttur. Ábyrgðarmaður HM – Í vinnslu. Upplýsinga- og kynningarmál 1.20 Stattu með! ÁGJ fjarverandi og umræðu frestað. Verður rætt á FB í vikunni. Aðkallandi að ræða á næsta fundi svo hægt sé að taka málið áfram.- ábyrgðarmaður ÁGJ og SAS -Í vinnslu 1.21 Bókasafn ÁGJ og SAS tala við Þorvald. SAS er búin að ræða við kynjafræði. Þar er mikill áhugi og vilji til að ganga í málið. Dagsetning fyrir formlegan flutning óákveðin en á fundinum var ákveðið að stefna á að 23. september (bi-daginn) yrði formleg athöfn haldin. Þarf að muna að tala við Borgarbókasafn, ÁGJ sér um það. ábyrgðarmaður SAS, ÁGJ og HM -Er í vinnslu. 1.22 Heimasíða og Facebook. Frestað til næsta fundar. Ábyrgð KE, SAS og HM – Í vinnslu 2. Mál sem komu upp eftir síðasta fund Alþjóðamál 2.1 Japan Tokyo Pride fór fram um síðustu helgi. ÁGJ sendi íslenska sendiráðinu upplýsingar um stöðu Íslandi og einhverja tengla. Forsætisráðherrafrú Japan tók og ekki er vitað annað en að allt hafi farið vel fram. Lokið. 2.2 Pólskir aðgerðasinnar í heimsókn ÁGJ tók á móti pólskum aðgerðasinnum í liðinni viku. Upplýsir á næsta fundi. Lokið. 2.3 Rússneskir aðgerðasinnar í heimsókn 4. til 7. maí Von er á rússneskum aðgerðarsinnum í heimsókn sem vilja funda með S78 og öðrum félögum á Íslandi. Umræðu frestað. Verður rætt á FB í vikunni. Ábyrgðarmaður HM – Í vinnslu. Andlát 2.4 Andlát Sigþórs Sigþórssonar Sigþór Sigþórsson fyrrum starfsmaður og félagi í S78 andaðist á laugardagsmorgun sl. Ákveðið að heiðra minningu Sigþórs með því að setja minningarorð á heimasíðu og senda aðstandendum blóm og kort. Ábyrgðarmaður HM. -Í vinnslu. Innflytjendur og hælisleitendur 2.5 Mál hælisleitanda X Úrskurður kveðinn upp af IRR á föstudag. Neitað um efnislega meðferð. Málið er í vinnslu. Bókað í trúnaðarbók. Ábyrgðarmaður HM – Í vinnslu. Menning- og viðburðir 2.6 IDAHOBIT 17. maí – Dagskrá og stjórnmálaumræður í tilefni dagsins Hinn árlegi International Day Against Homo-, Bi- & Transphobia fellur á laugardag í ár. Sveitarstjórnarkosningar eru 31. maí. Samtökin 78 vilja blanda sér. Bjóða til fundar með frambjóðendum (a.m.k. í borginni) þann dag í húsnæði samtakanna til að ræða málefni hinsegins fólks. Þarna yrði dreift fræðslubæklingum. ÁGJ muna skipuleggja þetta.- Ábyrgðarmaður ÁGJ. Í vinnslu. 2.7 Reykjavíkurmaraþon á Menningarnótt Það þarf að fara að huga að skráningu. Þetta verður að ræða fyrir næsta fundi.-ábyrgðarmaður: VIV -Í vinnslu . 3. Ný mál Alþjóðamál 3.1 Aðild að TGEU, GLISA og félagsgjöld ILGA Europe o.fl. AGJ muna athuga kostnað og kynna á næsta fundi. Ábyrgðarmaður: ÁGJ.-Í vinnslu. Réttindabarátta og löggjöf 3.2. Starfshópur ráðherra félags og húsnæðismála um málefni hinsegins fólks SAS er fulltrúi samtakanna. – Ábyrgðarmaður: SAS. -Í vinnslu. Fundarstjórn 3.3 Stundvísi á fundum og forföll Rætt um að taka þurfi á stundvísi og boða forföll í tíma ef fólk kemst ekki. Fundi slitið kl. 19:29. Formaður og varaformarður verða fjarverandi á næsta reglulega fundi þann 12. maí. Ákveðið að flýta fundinum og funda næst mánudaginn 5. maí kl. 17:30 – og aftur á reglulegum fundi þann 26. maí Kamilla Einarsdóttir ritaði