Félagsfundur 27. febrúar, 2014 Félagsfundur Samtakanna ‘78 þann 27. febrúar 2014.Fundarstjóri: Arna Björk Gunnarsdóttir Fundarritari: Ugla Stefanía Jónsdóttir Fundardagskrá:1. Anna Pála Sverrisdóttir formaður setur fundinn. 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3. Lögmæti fundar kannað. 4. Kynning á Suðurgötu 3 – Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, gjaldkeri 5. Sala á laugavegi 3 og fjárhagslegar upplýsingar 6. Bókasafn 7. Umræður 8. Kosning um kaup og sölu 9. Úrslit kosninga 10. Fundi slitið. 1. Anna Pála formaður setti fundinn formlega. Tilefni fundar er um kaup á nýju húsnæði og sala á því gamla. Félagsfundur hefur æðsta vald til að taka ákvarðanir milli aðalfunda og þess vegna er blásið til hans út af þessum ástæðum. Fer léttilega yfir aðstæður og ástæður þessa fundar. 2. Anna Pála lagði til að Arna Björk Gunnarsdóttir yrði fundarstjóri og Ugla Stefania fundarritari jafnframt lagði hún til Birna Hrönn yrði valin atkvæðateljari. þetta var samþykkt einróma. 3. Arna Björk kannaði lögmæti fundar. Árni Grétar framkvæmdarstjóri staðfestir að allir viðséu félagsmenn og lögmæti er staðfest. 4. – 6. liður – Kynning á Suðurgötu 3 – Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson. a) Suðurgata 3 er húsnæði sem var gert tilboð í. Kauptilboðið hefur verið samþykkt og er með þeim skilmálum að félagsfundur samþykki kaupin, fagaðili fær að fara og skoða ástand húsnæðis og að við höfum fjármagn til. Fjármagn veltur á því að núverandi húsnæði verði selt. b) Vilhjálmur rekur stuttan aðdraganda af kaupum og telur upp félagsfund þann 15. nóvember 2012 og síðar skipun nefndar til að skoða húsnæðismál. Ný stjórn tók að sér að skoða þessi mál og þróa þau áfram og hafa Árni Grétar framkvæmdarstjóri og Vilhjálmur gjaldkeri staðið í þeim málum. Ýmis húsnæði og mikil leit hafði í för með sér að Suðurgata 3 kom í leitirnar. c) Suðurgata er í eigu VG eins og er og er í rúmum 50 fm minni en núverandi húsnæði, eða 153,6 fm. Betra aðgengi og annað var augljóslega stór partur sem spilaði inn í, en gott aðgengi er t.d. fyrir fólk sem notar hjólastól. Upplagt kauptilboð er 34.000.000 milljónir. d) Upplýsingar um húsnæði – Léttir veggir og auðvelt að breyta. Gott aðgengi á jarðhæð, klósett með aðstöðu fyrir einstaklinga með fötlun eða hreyfihamlanir. Kjallari hefur ekki eins gott aðgengi. Pláss fyrir skrifstofur, bókasafn, ráðgjafa og annað. Opið og gott rými. 1,2 milljónir í hússjóð sem er hægt að nota til viðhalds. e) Frumherji gerði söluskoðun ásamt Árna Grétari framkvæmdarstjóra. Árni fór yfir þá úttekt. Eðli slíkra úttekta er að draga fram galla húsnæðis og fór Árni Grétar frekar yfir þá galla. Meðal annars voru viðhald á þakrennum, nokkrir blettir í lofti vegna raka sem á eftir að kanna sérstaklega, þarf að loka gömlum skorsteini betur, smá raki í horni í eldhúsi, sprunga við gluggakarm á einum stað, málning hefur flagnað af á skrifstofu, framleiðslugalli á gluggum sem leiðir til þess að gluggi opnast ekki nægilega vel (talað verður við VG um að láta laga það), niðri í kjallara á eftir að ganga frá lagnaleið, gluggatjöld skítug og ekki hægt að draga upp. Frumherji telur þetta vera smávægilegt og lítið mál að laga. Árni Grétar leggur til að fundur samþykki að fagaðili skoði þann blett til hlítar og þar með þak húsnæðis. f) Bílastæði fyrir utan eru í eigu Happdrætti háskólans en hefur reynst lítið mál fyrir VG að fá nokkur stæði hjá þeim. g) Vilhjálmur fór yfir ástand núverandi húsnæðis. Mikill leki er í húsnæði og miklar rakaskemmdir á gluggum almennt. Lagnir eru lélegar og sveppagró inn á skrifstofu og geymsluherbergi. Liggur fyrir að loka göngum og bílastæðaportum. Vilhjálmur sér því fram á mikinn kostnað að halda áfram að vera í núverandi húsnæði og laga það sem þarf að laga. h) Sami eigandi á hæð fyrir ofan og tvær fyrir neðan og hefur áhuga á að kaupa húsnæðið. Kostur við slíkt er að eigendur veit um ástand húsnæðis nú þegar. Vilja funda með stjórn um slíkt eftir helgi ef að félagsfundur samþykkir kaup og sölu. i) S’78 eru með tvö lán á núverandi húsnæði sem nema tæpum 11,8 milljónum. Vilhjálmur sér fram á að með kaupum muni S’78 verða skuldlaus og sú skuld muni verða borguð upp. Það myndi tryggja S’78 skuldlaust húsnæði. j) Bókasafn S’78 – Það eru tveir möguleikar í boði. Annaðhvort að það sé núverandi fyrirkomulag eða að bókasafnið myndi í raun hverfa frá því sem það er í dag. Drög hafa verið unnin að þeirri tillögu innan stjórnar S’78 og Þorvaldi Kristinssyni, en þar myndi bókasafnið vera fært inn á Landsbókasafn og fleiri bókasöfn. Nánast er engin notkun á bókum eða útlánum á myndum eins og bókasafnið er núna. Dýrt er að borga aðgang að gegnir.is á hverju ári. Sá kostnaður gæti svo verið notaður til að efla hinsegin bókmenntir innan annara bókasafna. Ákvörðun varðandi framtíð bókasafn mun verða lögð upp á aðalfundi Samtakanna ‘78 og því ekki tekin ákvörðun á þessum fundi. k) Framtíðarsýn – Rýmri og tryggari fjárhagur, húsnæði getur verið sniðið og endurbætt að þörfum S’78 og félag sem er opið og með gott aðgengi fyrir alla. 7. liður – Umræður a) Ánægju lýst yfir með fund, starf stjórnar og framtíðarsýn af aðilum sem tóku til máls í umræðum. Góð staðsetning og þörf á nýju húsnæði. b) Lýst yfir áhyggjum varðandi hópa eða einstaklinga sem þurfa kannski rými sem er ekki eins áberandi og opið. Stjórn segir að slíkt hafi verið rætt og að kjallari geti verið notaður fyrir viðkvæmari hópa eða hópa sem geta ekki verið eins opinberir. c) Svandís Anna ritari S’78 sem er tengiliður við ráðgjafa S’78 hefur óskað eftir fundi til að ræða þeirra mál frekar. d) Suðurgata hefur mun meiri möguleika á að vera opið og sýnilegt, en hefur samt sem áður góða staðsetningu og möguleikar á að vera líka fyrir viðkvæma hópa. e) Talað er um bókasafn og möguleikana á því. Umræður um hvort að aðsókn í bókasafn myndi aukast samhliða aukinni aðsókn í S’78. Ekki hefur komið í ljós þrátt fyrir aukna aðsókn í S’78 að aðsókn í bókasafn hafi aukist. Þetta verður rætt frekar á aðalfundi. f) Aðgengismál – einstaklingur sem hefur sérþekkingu á aðgengi fyrir einstaklinga með hreyfihamlanir segir að það séu góðir möguleikar á að gera almennilegt aðgengi niður í kjallara og undirstrikar að það verði gert strax og verði sérstaklega unnið að því. Stjórn tekur heilshugar undir þær tillögur. g) Velt var upp spurningu hvort að slík ákvörðun sem þessi þyrfti að fara fram á aðalfundi eða hvort að félagsfundur sem þessi hefði virkilegt vald til að taka þessar ákvarðanir. Skv. lögum hefur félagsfundur æðsta vald utan aðalfunda og þau skref sem hafa verið tekin hingað til hafa ekki verið bindandi og félagsfundur er í fullum rétti til að taka ákvörðum um þessi mál. h) Hinsegin dagar og Q-félag hinsegin stúdenta lýsir ánægju með húsnæðismál og framtíðarsýn og vonar að þau fái að nýta nýja aðstöðu í framtíðinni. i) Ítrekað er að fá fagaðila til að vinna í breytingum og hönnun á húsnæði til að tryggja gæði, aðgengi og annað tengt húsnæðinu. 8 – Kosningar um kaup og sölu, a) Lagt er upp með að kosið verði “já” eða “nei.” b) Já – samþykkja kaup á Suðurgötu 3 með skilyrðum um frekari úttekt á ástandi og mat á kosnaði annarsvegar og hinsvegar sölu á laugavegi 3 á ásættanlegu söluverði. Nei – neitun á öllu ofangreindu. c) Lögð er fram tillaga að opin kosning fari fram og ekki verði farið í leynilega kosningu sem var svo samþykkt af öllum mættum félagsmönnum á fundinum. 9. Niðurstöður kosninga – Samþykkt var einróma (34 atkvæði samtals) að kaup á nýju húsnæði og sala á núverandi færi í gegn samkvæmt ofangreindum skilyrðum. 10. Fundi slitið kl. 22:24.