Mannréttindabíó – Úganda

HVENÆR: Fimmtudaginn 27. febrúar klukkan 18:00.

HVAR: Bíó Paradís 

Hvað kostar: 1000. kr

Mannréttindi hinsegin fólks í Úganda eru fótumtroðin og fyrir liggur að frumvarp sem kveður á um lífstíðarfangelsi við samkynhneigð verði lögfest í landinu. Með því verður rótgróið hatur og mismunum gagnvart þeim sem eru eða teljast hinsegin, fest í sessi.
Samtökin ´78 og Íslandseild Amnesty International styðja 
úgöndsku grasrótarsamtök hinsegin fólks í mannréttindabaráttu þeirra fyrir réttindum sínum í Úganda. 

Þú getur lagt þitt af mörkum! 

Tilgangur sýningarinnar, Call me Kuchu er að vekja athygli Íslendinga á stöðu hinsegin fólks í Úganda sem og að afla fjár fyrir grasrót hinsegin fólks í Úganda, svo þau geti hratt og örugglega unnið gegn frumvarpinu og opnað augu samlanda sinna á hvaða afleiðingar það mun hafa í för með sér. 
Í lok myndarinnar mun Angel P‘ojara, ein besta vinkona baráttukonunnar Köshu Jacqueline Nabagesera, svara spurningum frá áhorfendum. Í sameiningu komu Angel og Íslandsdeild Amnesty International Köshu hingað til lands í lok apríl í fyrra. 

Tíminn er naumur og nú verða allir að taka höndum saman til að koma í veg fyrir þetta skelfilega frumvarp. 

Miðar á sýninguna verða seldir í anddyri BíóParadís og munum sjálfboðaliðar Samtakana 78 & Amnesty taka vel á móti ykkur.