13. Stjórnarfundur 16. október, 2013 13. Stjórnarfundur S78 16.10.2013 Mætt: Stjórnarmennirnir Fríða Agnarsdóttir, Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson (Villi), Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi), Svandís Anna Sigurðardóttir (SAS), Guðrún Arna Kristjánsdóttir (GAK), Anna Pála Sverrisdóttir (APS) og Gunnar Helgi Guðjónsson (GHG)(Áheyrnarfulltrúi Trúnaðarráðs) Fjarverandi: Örn Danival Kristjánsson, Sverrir Jónsson (Áheyrnarfulltrúi Trúnaðarráðs), Árni Grétar Jóhannsson (ÁG)(framkvæmdastjóri S78) Fundur settur: 17:19 1. Fundargerð síðasta fundar: Samþykkt 2. Viðburður í samstarfi við Amnesty International vegna bréfasöfnunar – Hvað viljum við gera? Viðburður í desember. ÁG leggur til að sameina þetta aðventukvöldi. Stjórn samþykkir. ÁG lætur Amnesty vita. ÁG ræðir þá skipulagningu aðventukvöldsins, hann mun finna dagsetningu. GHG ræðir við formann trúnó um að koma að kvöldinu. 3. Fundur með FHF- niðurstöður – GHG/GAK/ÁGJ GHG og GAK hafa fundað með félagi hinsegin foreldra og fengið upplýsingar frá félaginu. Fáir karlmenn í félaginu, en nokkuð stórt félag, samfélag hinsegin foreldra ansi stórt. S78 fá leyfi til að nýta vettvang þeirra á Facebook til að afla upplýsinga og fá ábendingar. GHG, GAK og ÁG munu fá upplýsingar frá þeim áður en haldinn er opinn fundur til að ræða fjölskyldumál hinsegin fólks. Innan tveggja vikna verður búið að óska eftir sögum og upplýsingum og boða opinn. fund. 4. Húsnæðismál S78 ÁG ætlar að skoða Vitastíginn aftur. Fáum aldrei fullkomið húsnæði en þetta er nokkuð gott. Þetta þarf einnig að ræða á félagsfundi. 5. Samstarfsverkefni við Úganda, praktískt mál Krafa um að ársreikningur félagsins verði stimplaður af löggiltum endurskoðenda. Þurfum að finna endurskoðenda sem getur tekið þetta að sér. ÁG skoðar. 6. Jólabingó 6. desember verður jólabingóið. Þarf að finna vinninga. Fríða er með skjal um það sem þarf að muna fyrir viðburðinn. Spurning um að biðja einn aðila um að halda utan um. ÁG ræðir við hugsanlega skemmtistjóra. 7. Minningardagur transfólks SAS biður APS um að ath með Hallveigarstaði. Teymið kallar eftir stuðningi allra félagsmanna. ÁG verður í fjölmiðlatengslum varðandi viðburðinn. Þarf að fá Uglu og Örn með. Verður miðvikudagskvöld kl. 20.00 (20. nóvember). SAS verður tengiliður stjórnar við Teymið og TÍ. ÁG bendir á kertabrekku sem hægt er að fá hjá t.d. kirkjum. 8. Félagsfundur ÁG búinn að senda út fyrstu tilkynningu um fundinn. Rætt verður um ársreikning og kjörnefnd. Ákveðið að byrja stundvíslega kl.14.00. Fundur stendur til kl.15.00, kaffipása og 15.15 byrjar kynning Lísu (ÁG ræðir við hana). 9. Partýhald stjórnar og trúnaðarráðs Bókað að hafa partý 2. nóv um kvöldið heima hjá ÁG, eftir félagsfund. Út að borða með Guðrúnu og svo partý. 10. Önnur mála) Kynlífsfræðsluvika Siggi og Maggi í BDSM hafa rætt um aukið samstarf og koma á ákveðnum fræðsludögum varðandi kynlíf í sinni víðustu mynd. Rætt um að gera eftir áramót. Hugmynd að fá Uglu með í vinnuna. Hugmyndin er að fá sem flesta aðila með, landlækni, fræðasamfélagið, félagasamtök o.fl. APS mælir með Ástráði sem samstarfsaðilum. Fundi slitið: 18.25Næsti fundur verður: 30.10.13 kl.17.00 (með fyrirvara um breytingar) Fundarritari: Svandís Anna Sigurðardóttir