GLÆSTAR VONIR VAKNA!MANNVIRÐING – MANNRÉTTINDI – MANNGÆSKA Allt of margar og háværar raddir fá óáreittar að básúna út skilaboð haturs og lítillækkunar, dulbúin í klístraðar umbúðir kærleika. Veita þarf þeim röddum sterkt mótvægi innblásið af sannri mannvirðingu og manngæsku. Hinsegin fólk hefur í áraraðir barist fyrir sjálfsögðum mannréttindum sínum og berst víða enn. Samtökin ´78 vilja minna alla á mikilvægi sannrar mannvirðingar, manngæsku og mannréttinda. Með það að leiðarljósi blásum við til hátíðar næstkomandi laugardag í Þróttaraheimilinu, Engjavegi 7, 104 Reykjavík. Hátíðin hefst kl: 17:00 og stendur í u.þ.b. klukkustund. Meðal þess sem á dagskrá verður:Sigurður Hólm Gunnarsson frá Siðmennt, Sr. Sigríður Guðmarsdóttur sóknarprestur í Guðríðarkirkjuog félagar úr Samtökunum ´78 flytja erindi.TónlistaratriðiKærleiksknúsið 2013 Hátíðarstýra verður Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna ´78. Við hvetjum alla til að mæta snemma, koma með strætó eða passa upp á að leggja löglega, því það verður einhver uppákoma í Laugardalshöll á sama tíma.