Á hverju sumri veita Samtökin ´78 mannréttindaverðlaun sín. Mannréttindaverðlaun Samtakanna ’78 er viðleitni félagsins til að þakka fyrir framlag í þágu jafnréttis og mannréttinda og eru veitt einum einstakling fyrir starf sitt innan Samtakanna 78, einstakling utan Samtakanna 78 og stofnun, opinberum aðila eða fyrirtæki.Samtökin ´78 óska nú eftir tilnefningum verlaunahafa frá félögum sínum. Með hverri tilnefningu skal fylgja 100-150 orða greinargerð með rökstuðningi fyrir henni. Móttaka og yfirferð tilnefninga er í höndum undirbúningsnefndar, en í henni sitja Guðrún Ögmundsdóttir, Svavar Gunnar Jónsson og Árni Grétar Jóhannsson. Allar tilnefningar sendist á netfangið skrifstofa@gamli.samtokin78.isfyrir miðnætti sunnudagsins 23. júní næstkomandi. Viðurkenningahafar eru valdir af stjórn og trúnaðarráði Samtakanna ’78 með leynilegri kosningu. Viðurkenningin verður afhent á Hinsegin dögum. Fyrri handhafar eru:Óttarr GuðmundssonMBL-SjónvarpAnna KristjánsdóttirPáll Óskar HjálmtýssonAlnæmissamtökin/HIV ÍslandSigrún SveinbjörnsdóttirGuðrún ÖgmundsdóttirMargrét Pála ÓlafsdóttirReykjavíkurborgBöðvar BjörnssonSr. Bjarni KarlssonSiðmenntHeimir Már PéturssonBirna ÞórðardóttirFríkirkjanÞorvaldur KristinssonIngibjörg Sólrún GísladóttirHópur presta, djákna og guðfræðinga Frelsisverðlaun Samtakanna ´78; veitt 1995:Hörður TorfasonGuðni Baldursson