16. Stjórnarfundur 28. nóvember, 2012 Mættir: Stjórnarmennirnir: Guðmundur Helgason (Mummi), Svavar Gunnar Jónsson, Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi), Fríða Agnarsdóttir, Ragnheiður Ásta Þorvarðardóttir, Gunnlaugur Bragi, Sigurlaug B. Arngrímsdóttir sat fundinn sem fulltrúi trúnaðarráðs. Fjarverandi: Forföll boðaði Árni Grétar Jóhannsson framkvæmdastjóri. Fundur settur 19:27 Fundargerð síðasta fundar borin til samþykktar Samþykkt Félagsfundur fimmtudaginn 15.nóvember – undirbúningur og verkaskipting Gunnlaugur fer yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 sem hann mun kynna á félagsfundi Helstu verkefni starfsársins: Guðmundur kynnir Nefndir og starfshópar: Sigurður kynnir nefndir, meðlimi þeirra og verkefni Afmælisárið: Guðmundur kynnir og óskar eftir hugmyndum Ragnar Þorvarðarson verður fundarstjóri félagsfundar Svavar stendur barvaktina Jólabingó – undirbúningur Öflun vinninga í fullum gangi undir umsjón Ragnheiðar Ástu Stjórnarmenn hafa alla anga úti varðandi vinninga Gunnlaugur og Sigurlaug eru að vinna í að útvega dráttarstjóra Menningarkvöld í desember Rætt um mögulegar dagsetningar fyrir menningarkvöld í desember Samþykkt laugardagskvöld 15. desember kl. 20:00 Guðmundur kannar með fólk í undirbúning Jólahlaðborð fyrir sjálfboðaliða Ákveðið að fresta jólahlaðborði vegna mikilla anna í desember Haldið verður nýársboð laugardaginn 12. janúar kl. 19:30 Árni Grétar tekur boltann Kjörnefnd – auglýsing eftir fólki Tillaga stjórnar að kjörnefnd fyrir aðalfund 2013: Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Anna Kristjánsdóttir, fv. stjórnarmaður S ’78 Íris Ellenberger – líklega Önnur mál Engin önnur mál Fundi slitið 21:15 | Næsti fundur: miðvikudagur 28. nóvember 2012 kl. 19:15. Fundarritari: Gunnlaugur Bragi, gjaldkeri.