Samtökin ´78 verða með opið hús á Menningarnótt frá kl: 14:00-22:00. Boðið verður upp á nýbakaðar vöfflur og rjúkandi kaffi ásamt fróðleik, fræðslu og skemmtun. Lifandi Bókasafn verður á svæðinu frá kl: 15:00-17:00 en þar verður hægt að spyrja „lifandi bækur“ spjörunum úr! Hljómsveitin Ylja mun troða upp kl: 17:30 og ylja okkur um hjartarætur með fögrun tónum. Hver veit nema óvænt atriði dúkki upp þegar kvölda tekur! Ekki missa af þessum skemmtilega degi í Samtökunum ´78